Varar við þjálfun íslenskra lögreglumanna í Bandaríkjunum Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2015 07:45 Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum varar við þvi að íslenskir lögreglumenn sé sendir til þjálfunar í Bandaríkjunum, þar sem lögreglan hafi verið hervædd í stríðinu gegn fíkniefnum. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, stendur fyrir tveggja daga opinni alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Tjarnarbíó á morgun. Neill Franklin og Art Way eru tveir af sex erlendum sérfræðifyrirlesurum á ráðstefnunni. Franklin er fyrrverandi liðsforingi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum þar sem hann þjónaði í 34 ár. Hann segir stríðið gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir í tæp fimmtíu ár ekki bara vera slagorð, heldur ofbeldisfullt stríð við fólk. Til að mynda séu um 300 morð framin á ári í Baltimore þar sem 600 þúsund manns búa.Varar við að elta hervæðingu lögreglunnar í Bandaríkjunum Þótt ofbeldið hér á landi sé nánast ekkert í samanburði við Bandaríkin varar Franklin Íslendinga við starfsaðferðum lögreglunnar. „Það hvernig lögreglan sigtar fólk sem notar fíkniefni út er stríð gegn fólki. Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin. Art Way er lögmaður og yfirmaður Drug Policy Alliance í Colorado þar sem kanabis var meira og minna lögleitt fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig tókst fólki sem vildi þessar breytingar að fá stjórnmálamenn til að hugsa öðruvísi en áður um þessi mál? „Stjórnmálamenn fylgja venjulega fólkinu,“ segir Way og brosir. „Þannig að þegar almenningur hafi skipt um skoðun og hlutföllin í umræðunni breyttust, gátu stjórnmálamennirnir ekki lengur notað gamlar tuggur um nauðsyn þess að beita hörku gegn glæpum og fíkniefnum. Þeir urðu að lokum að fylgja meirihluta almennings,“ segir Way.Í spilaranum hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal Heimis Más við Neill Franklin og Art Way í heild sinni. Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum varar við þvi að íslenskir lögreglumenn sé sendir til þjálfunar í Bandaríkjunum, þar sem lögreglan hafi verið hervædd í stríðinu gegn fíkniefnum. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, stendur fyrir tveggja daga opinni alþjóðlegri ráðstefnu sem hefst í Tjarnarbíó á morgun. Neill Franklin og Art Way eru tveir af sex erlendum sérfræðifyrirlesurum á ráðstefnunni. Franklin er fyrrverandi liðsforingi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Maryland og Baltimore í Bandaríkjunum þar sem hann þjónaði í 34 ár. Hann segir stríðið gegn fíkniefnum sem staðið hefur yfir í tæp fimmtíu ár ekki bara vera slagorð, heldur ofbeldisfullt stríð við fólk. Til að mynda séu um 300 morð framin á ári í Baltimore þar sem 600 þúsund manns búa.Varar við að elta hervæðingu lögreglunnar í Bandaríkjunum Þótt ofbeldið hér á landi sé nánast ekkert í samanburði við Bandaríkin varar Franklin Íslendinga við starfsaðferðum lögreglunnar. „Það hvernig lögreglan sigtar fólk sem notar fíkniefni út er stríð gegn fólki. Mér skilst að Íslendingar sendi lögreglumenn á námskeið og ráðstefnur í Bandaríkjunum til að læra aðferðir sem notaðar eru þar. Ég vara ykkur við, í öllum bænum innleiðið ekki þá hervæðingu lögreglunnar sem ríkir í Bandaríkjunum,“ segir Franklin. Art Way er lögmaður og yfirmaður Drug Policy Alliance í Colorado þar sem kanabis var meira og minna lögleitt fyrir tæpum tveimur árum. Hvernig tókst fólki sem vildi þessar breytingar að fá stjórnmálamenn til að hugsa öðruvísi en áður um þessi mál? „Stjórnmálamenn fylgja venjulega fólkinu,“ segir Way og brosir. „Þannig að þegar almenningur hafi skipt um skoðun og hlutföllin í umræðunni breyttust, gátu stjórnmálamennirnir ekki lengur notað gamlar tuggur um nauðsyn þess að beita hörku gegn glæpum og fíkniefnum. Þeir urðu að lokum að fylgja meirihluta almennings,“ segir Way.Í spilaranum hér að ofan má sjá ítarlegt viðtal Heimis Más við Neill Franklin og Art Way í heild sinni.
Tengdar fréttir Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ráðherra vill leita nýrra leiða í baráttu við vímuefnavandann Kristján Þór Júlíusson bíður nú niðurstöðu starfshóps um stefnu í fíkniefnamálum, sem væntanleg er innan tíðar. 8. október 2015 11:37