Þetta skrifar framkvæmdastjórinn, Eiríkur Bragason, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í greininni er ekki fjallað um viðskipti Illuga við stjórnarformann fyrirtækisins en farið er stuttlega yfir starfsemi félagsins.
Sjá einnig: Illugi seldi eigin félagi íbúðina
Í umræðum um tengsl sín við Orku Energy á Alþingi 13. apríl síðastliðinn sagði hann: „Það er enginn íslenskur aðili sem á þessi fyrirtæki, þetta eru allt aðilar sem eru annaðhvort búsettir erlendis eða eru erlendir aðilar, reyndar á þessum tíma er þetta í meirihlutaeign erlendra aðila.“
Á mánudag spurði fréttastofa út í þessi ummæli Illuga en það eina svar fékkst að Haukur Harðarson, stjórnarformaður og einn eigenda fyrirtækisins, væri búsettur erlendis. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá er hann búsettur í Víetnam.