Þau gerðu kerfisbundna leit, þar sem leitað var að greinum sem hafa fjallað um þetta tiltekna mál.
„Að lokum fórum við alls yfir 14 ferilrannsóknir sem gerðar voru á níu rannsóknarþýðum og níu tilfellaviðmiðarannsóknir sem voru gerðar á jafnmörgum rannsóknarþýðum,“ segir Arnar Jan Jónsson í samtali við Vísi.
Þau Arnar, Hera og Engilbert fóru kerfisbundið yfir aðferðafræði og niðurstöður þessarar greina.

Einnig virðist kannabisnotkun hafa önnur áhrif á fólk með geðrof.
„Áhættan virðist vera mest hjá ungu fólki, þá unglingum og ungum fullorðnum. Jafnframt kom fram í safngrein sem birt var árið 2011 að þeir sem höfðu notað kannabis og síðan greinst með geðrof, fengu sitt fyrsta geðrof 2,7 árum fyrr. Miðað við þá sem ekki höfðu fengið geðrof en ekki notað kannabis.“
Fyrirlesturinn er byggður á grein eftir þau Arnar, Heru og Engilbert og birtist í læknablaðinu í september. Þar má sjá frekari upplýsingar um rannsókn þeirra.