Enski boltinn

Coutinho með eitt af mörkum tímabilsins | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho fagnaði eðlilega mjög vel.
Coutinho fagnaði eðlilega mjög vel. vísir/getty
Leikur Southampton og Liverpool hefur byrjað með miklum látum.

Dýrlingarnir vildu fá vítaspyrnu snemma leiks en aðeins nokkrum andartökum síðar skoraði Philippe Coutinho stórglæsilegt mark fyrir Liverpool - skaut boltanum í slá og inn fyrir utan vítateig.

Markið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Skömmu síðar gerði Southampton annað tilkall til vítaspyrnu en Kevin Friend lét sér fátt um finnast og dæmdi ekki neitt.

Leikur Southampton og Liverpool er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Einnig er hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×