Hollenska stúlkan komin úr fangelsi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 12:00 Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur. Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur.
Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52
Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00
Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17
Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41