Hollenska stúlkan komin úr fangelsi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 12:00 Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur. Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Sautján ára hollensk stúlka sem sat í gæsluvarðhaldi í Kópavogsfangelsi ásamt móður sinni vegna fíkniefnasmygls er komin undir umsjón barnaverndaryfirvalda og hefur verið úrskurðuð í farbann. Um er að ræða eitt stærsta fíkniefnamál hér á landi í lengri tíma. Lagt var hald á tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í farangri mæðgnanna eftir að þær komu til landsins frá Amsterdam í byrjun apríl. Svokallaðri tálbeituaðgerð var beitt eftir handtöku þeirra sem leiddi til þess að Íslendingur á þrítugsaldri var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Honum hefur þó verið sleppt úr haldi.Enn í farvegi Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málefni stúlkunnar í ákveðnum farvegi hjá réttarvörslukerfinu. Málinu sé ekki lokið og enn til meðferðar, en þangað til dvelji hún í umsjá barnaverndaryfirvalda. „Um barn var að ræða þar sem það var með erlent ríkisfang og fylgdi móður sinni hingað til lands þá þurfti að gæta þess að aðskilnaður móður og barns færi fram með mjúkum hætti þannig að þetta yrði ekki of þungbært fyrir barnið,“ segir Bragi.Málið fordæmalaust Málið þótti sérlega vandasamt þar sem stúlkan er undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. „Það eru ekki fordæmi hvað snertir erlenda ríkisborgara. Þetta mál er af því leytinu til mjög sérstakt. En þetta er hins vegar í samræmi við ákvæði nýrra laga í kjölfar lögfestingar barnasamnings Sameinuðu þjóðanna að þegar einstaklingur er á barnsaldri það er að segja yngri en átján ára þá er barnaverndinni skylt að útvega viðeigandi úrræði sem er í samræmi við bestu hagsmuni barnsins í málum af þessum toga.“ Gæsluvarðhaldi yfir móður stúlkunnar hefur tvívegis verið framlengt, síðast í síðustu viku um fjórar vikur.
Tengdar fréttir Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52 Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Rúmlega tvítugur Íslendingur sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. 24. apríl 2015 15:52
Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00
Mæðgurnar taldar hafa verið burðardýr Konurnar tvær sem handteknar voru á Keflavíkurflugvelli eru í kringum tvítugt og fertugt. 10. apríl 2015 16:17
Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41