Maðurinn sem veitti 20 kílóum af fíkniefnum viðtöku laus úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2015 15:52 Um einn stærsta innflutning á fíkniefnum er að ræða hér á landi í áraraðir. Vísir/Valli Íslendingurinn sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum sem smyglað var til landsins á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfesti lögmaður mannsins í samtali við Vísi. Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudaginn langa og var í varðhaldi í tvær vikur áður en hann var látinn laus. Jón Egilsson, lögmaður mannsins, segir ljóst að skjólstæðingur sinn hafi verið notaður í málinu. Hann sé ekki viðriðinn innflutninginn að öðru leyti en því að hann var fenginn til að veita hlut viðtöku án þess að vita í hverju hlutverk hans fólst. Eftir að hollenskar mæðgur voru teknar í Leifsstöð var sett upp svokölluð tálbeituaðgerð sem leiddi til þess að Íslendingurinn var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Mæðgurnar sitja í gæsluvarðhaldi en þær eru vistaðar í Kópavogsfangelsi. Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um framhaldið hjá þeim. Málið þykir vandasamt þar sem stúlkan er einungis sautján ára og því undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin. Tengdar fréttir Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Vistaðar í fangelsinu í Kópavogi 17 ára stúlka frá Hollandi vistuð með móður sinni og öðrum föngum. 17. apríl 2015 07:00 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Íslendingurinn sem handtekinn var með um 20 kíló af fíkniefnum sem smyglað var til landsins á föstudaginn langa hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfesti lögmaður mannsins í samtali við Vísi. Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudaginn langa og var í varðhaldi í tvær vikur áður en hann var látinn laus. Jón Egilsson, lögmaður mannsins, segir ljóst að skjólstæðingur sinn hafi verið notaður í málinu. Hann sé ekki viðriðinn innflutninginn að öðru leyti en því að hann var fenginn til að veita hlut viðtöku án þess að vita í hverju hlutverk hans fólst. Eftir að hollenskar mæðgur voru teknar í Leifsstöð var sett upp svokölluð tálbeituaðgerð sem leiddi til þess að Íslendingurinn var handtekinn á hótelherbergi í Reykjavík. Mæðgurnar sitja í gæsluvarðhaldi en þær eru vistaðar í Kópavogsfangelsi. Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um framhaldið hjá þeim. Málið þykir vandasamt þar sem stúlkan er einungis sautján ára og því undir lögaldri. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er mælst til þess að börn sitji ekki í fangelsi með fullorðnum en málið er óvenjulegt þar sem um mæðgur er að ræða og tengsl þeirra náin.
Tengdar fréttir Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00 Vistaðar í fangelsinu í Kópavogi 17 ára stúlka frá Hollandi vistuð með móður sinni og öðrum föngum. 17. apríl 2015 07:00 Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar. 14. apríl 2015 07:00
Vistaðar í fangelsinu í Kópavogi 17 ára stúlka frá Hollandi vistuð með móður sinni og öðrum föngum. 17. apríl 2015 07:00
Hollenskar mæðgur og Íslendingur í haldi vegna 20 kg af fíkniefnum Samkvæmt heimildum Vísis var Íslendingurinn handtekinn á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald til 15. apríl. 10. apríl 2015 13:41