Sjúklingar og ferðamenn saman á Hótel Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. maí 2015 21:00 Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira