Sjúklingar og ferðamenn saman á Hótel Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. maí 2015 21:00 Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira