Þú getur keypt húsið sem Ingibjörg Sólrún átti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. febrúar 2015 18:19 Húsið hefur margfaldast í verði frá því að ráðherrann fyrrverandi keypti það ásamt eiginmanni sínum. Húsið sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bjó í á meðan hún var borgarstjóri og síðan utanríkisráðherra er komið á sölu. Húsið, sem stendur við Nesveg í Reykjavík, er rúmir 238 fermetrar að stærð auk 29 fermetra bílskúrs. Hægt er að stækka húsið enn frekar, samkvæmt teikningum sem fyrir liggja. Gera má ráð fyrir því að húsið verði selt á margföldu því verði sem Ingibjörg keypti það á fyrir 17 árum.Þetta baðherbergi má finna í húsinu.Vísir/HöfðiHefur staðið autt Ingibjörg og eiginmaður hennar Hjörleifur Sveinbjörnsson keyptu húsið í ágúst árið 1998 og bjuggu þar allt til ársins 2013. Þá var það skráð á fyrirtækið Vatnar hf. sem er sami aðili og er nú að selja húsið. Fyrirtækið er í 100 prósent eigu jarðfræðingsins Elds Ólafssonar, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins, sem er frá 2013. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið búið í húsinu frá því að Ingibjörg og Hjörleifur fluttu út.Eldhúsið í húsinu.Vísir/HöfðiTugmilljóna króna hækkun Leiða má að því líkur að húsið verði selt fyrir yfir hundrað milljónir króna en fasteignamat þess er rétt tæpar 80 milljónir. Fasteignaverð hefur hækkað talsvert síðustu mánuði og ár og óhætt að gera ráð fyrir að félag Eldars geti hagnast talsvert á viðskiptunum.Mbl.is sagði frá því í morgun að húsið hafi hækkað mjög í verði frá því að Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur keyptu það árið 1998. Þegar það var auglýst til sölu það ár var ásett verð 16,8 milljónir. Það jafngildir 38,6 milljónum á núvirði, það er að teknu tilliti til verðbólgu.Fleiri myndir af húsinu má sjá á fasteignavefnum. Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Húsið sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bjó í á meðan hún var borgarstjóri og síðan utanríkisráðherra er komið á sölu. Húsið, sem stendur við Nesveg í Reykjavík, er rúmir 238 fermetrar að stærð auk 29 fermetra bílskúrs. Hægt er að stækka húsið enn frekar, samkvæmt teikningum sem fyrir liggja. Gera má ráð fyrir því að húsið verði selt á margföldu því verði sem Ingibjörg keypti það á fyrir 17 árum.Þetta baðherbergi má finna í húsinu.Vísir/HöfðiHefur staðið autt Ingibjörg og eiginmaður hennar Hjörleifur Sveinbjörnsson keyptu húsið í ágúst árið 1998 og bjuggu þar allt til ársins 2013. Þá var það skráð á fyrirtækið Vatnar hf. sem er sami aðili og er nú að selja húsið. Fyrirtækið er í 100 prósent eigu jarðfræðingsins Elds Ólafssonar, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins, sem er frá 2013. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið búið í húsinu frá því að Ingibjörg og Hjörleifur fluttu út.Eldhúsið í húsinu.Vísir/HöfðiTugmilljóna króna hækkun Leiða má að því líkur að húsið verði selt fyrir yfir hundrað milljónir króna en fasteignamat þess er rétt tæpar 80 milljónir. Fasteignaverð hefur hækkað talsvert síðustu mánuði og ár og óhætt að gera ráð fyrir að félag Eldars geti hagnast talsvert á viðskiptunum.Mbl.is sagði frá því í morgun að húsið hafi hækkað mjög í verði frá því að Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur keyptu það árið 1998. Þegar það var auglýst til sölu það ár var ásett verð 16,8 milljónir. Það jafngildir 38,6 milljónum á núvirði, það er að teknu tilliti til verðbólgu.Fleiri myndir af húsinu má sjá á fasteignavefnum.
Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira