Enski boltinn

Úlfarnir bjóða Björn Bergmann og tvær milljónir punda í Jóhann Berg

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson er vafalítið með nóg af tilboðum á borðinu.
Jóhann Berg Guðmundsson er vafalítið með nóg af tilboðum á borðinu. vísir/getty
Enska B-deildarliðið Wolves vill fá íslenska landsliðsmanninn Jóhann Berg Guðmundsson til að fylla í skarð Frakkans Bakary Sako sem er á leið frá félaginu.

Þetta kemur fram á vefsíðu staðarblaðsins Shropshire Star, en Jóhann Berg sló í gegn með Charlton á síðustu leiktíð og skoraði ellefu mörk, nokkur þeirra alveg stórglæsileg.

Úlfarnir eru sagðir undirbúa tveggja milljóna punda tilboð í Jóhann Berg sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Lundúnaliðið.

Þá kemur einnig fram að Wolves sé tilbúið að láta Björn Bergmann Sigurðarson fljóta með sem skiptimynt í kaupunum, en Björn virðist ekki eiga neina framtíð á Molineux-vellinum. Hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá FC Kaupmannahöfn.

Úlfarnir höfnuðu í sjöunda sæti B-deildarinnar á síðustu leiktíð sem nýliðar og voru hársbreidd frá því að komast í umspilið, en þar á bæ stefna menn aftur í ensku úrvalsdeildina.


Tengdar fréttir

Mark Jóhanns Berg með GoPro-vél | Myndband

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sitt tíunda deildarmark á tímabilinu þegar Charlton Athletic gerði jafntefli við Sheffield Wednesday í ensku b-deildinni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×