Enski boltinn

Jóhann Berg 40. besti leikmaður ensku b-deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er í hópi fimmtíu bestu leikmanna ensku b-deildarinnar í fótbolta í nýrri úttekt tímaritsins Four Four Two.

Jóhann Berg Guðmundsson er á sínu fyrsta tímabili með Charlton Athletic og hefur farið á kostum eftir að hann náði sér af meiðslunum sem hrjáðu hann framan af tímabili.

Frammistaða Jóhanns hefur komið honum í hóp bestu manna deildarinnar og þá hefur hann verið orðaður við ensku úrvalsdeildina.

Jóhann Berg hefur nú skorað 10 deildarmörk þar af hafa sjö þeirra komið eftir jól.

Blaðamaður Four Four Two segir að samingurinn við Jóhann Berg sé eitt af því fáa góða sem kom út úr sumrinu hjá félaginu.

Jóhann Berg er þar hrósað fyrir hraða, orku og vinnusemi í að elta alla lausa bolta. Hann hefur líka skorað mörg glæsileg mörk á tímabilinu.

Guðmundur Benediktsson vakti athygli á vali Jóhanns Berg á twitter-síðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×