Tryggingagjöld sjaldan verið hærri Svavar Hávarðsson skrifar 2. janúar 2015 07:45 Hátt tryggingagjald er sagt hafa lamandi áhrif á fyrirtæki, sérstaklega lítil og meðalstór. „Breytingar stjórnvalda á tryggingagjaldi undanfarin ár eru ígildi þriggja prósenta launahækkunar til launafólks miðað við það sem við teljum að gjaldið ætti að lækka þegar allt er tekið saman; minnkandi greiðslur atvinnuleysisbóta, styttra bótatímabil og skertar greiðslur í fæðingarorlofi. Ljóst er að þetta dregur verulega úr svigrúmi fyrirtækja,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður um álögur ríkisins í formi tryggingagjalds. Þegar tryggingagjald áranna 2008 til 2015 er skoðað sést að fyrirtækin greiða 30 milljörðum meira en árið 2008 eða um 74 milljarða. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009-2011 enda ætlað að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta sem margfölduðust árin eftir hrun. Hæst fór það í 31 milljarð árið 2011 og hafði þá farið stighækkandi úr 5,6 milljörðum árið 2008. Þetta gjald hefur lækkað síðan en þegar almenna tryggingagjaldið er skoðað hefur það nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011, samhliða lækkun atvinnuleysis. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar á næsta ári, að óbreyttu. Tryggingagjaldið sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs var 8,8% árið 2008, en er í dag 11,5%. Þorsteinn segir að gjaldið hafi mjög letjandi áhrif á atvinnulífið almennt, en helst sé það íþyngjandi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem um skattlagningu ofan á laun sé að ræða. Þar eru launagreiðslur oft mjög hátt hlutfall af tekjum þeirra og bítur harðar fyrir vikið. „Verst er að stjórnvöld, bæði núverandi og forveri þeirra, hafa rofið traustið um þetta fyrirkomulag,“ segir Þorsteinn og vísar til samkomulags milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði að launagreiðendur standi skil á ýmsum kostnaði sem tengist vinnumarkaðnum. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
„Breytingar stjórnvalda á tryggingagjaldi undanfarin ár eru ígildi þriggja prósenta launahækkunar til launafólks miðað við það sem við teljum að gjaldið ætti að lækka þegar allt er tekið saman; minnkandi greiðslur atvinnuleysisbóta, styttra bótatímabil og skertar greiðslur í fæðingarorlofi. Ljóst er að þetta dregur verulega úr svigrúmi fyrirtækja,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), spurður um álögur ríkisins í formi tryggingagjalds. Þegar tryggingagjald áranna 2008 til 2015 er skoðað sést að fyrirtækin greiða 30 milljörðum meira en árið 2008 eða um 74 milljarða. Atvinnutryggingagjaldið var hækkað verulega á árunum 2009-2011 enda ætlað að standa undir greiðslu atvinnuleysisbóta sem margfölduðust árin eftir hrun. Hæst fór það í 31 milljarð árið 2011 og hafði þá farið stighækkandi úr 5,6 milljörðum árið 2008. Þetta gjald hefur lækkað síðan en þegar almenna tryggingagjaldið er skoðað hefur það nánast verið hækkað sem nemur lækkun atvinnutryggingagjaldsins frá 2011, samhliða lækkun atvinnuleysis. Almenna gjaldið var 33,6 milljarðar árið 2011 en verður tæpir 60 milljarðar á næsta ári, að óbreyttu. Tryggingagjaldið sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs var 8,8% árið 2008, en er í dag 11,5%. Þorsteinn segir að gjaldið hafi mjög letjandi áhrif á atvinnulífið almennt, en helst sé það íþyngjandi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem um skattlagningu ofan á laun sé að ræða. Þar eru launagreiðslur oft mjög hátt hlutfall af tekjum þeirra og bítur harðar fyrir vikið. „Verst er að stjórnvöld, bæði núverandi og forveri þeirra, hafa rofið traustið um þetta fyrirkomulag,“ segir Þorsteinn og vísar til samkomulags milli stjórnvalda og aðila á vinnumarkaði að launagreiðendur standi skil á ýmsum kostnaði sem tengist vinnumarkaðnum. „Atvinnulífið axlaði byrðar atvinnuleysisins eftir hrunið í því trausti að álögur yrðu lækkaðar þegar úr því drægi. Það veldur miklum vonbrigðum að ekki sé staðið við þá lækkun sem átti að eiga sér stað. Stjórnvöld hafa algjörlega rofið samhengið þarna á milli, og það er alvarlegt mál,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira