Innlent

Stefna VR gegn ríkinu þingfest

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafía B. Rafndóttir, formaður VR.
Ólafía B. Rafndóttir, formaður VR.
Stefna VR gegn íslenska ríkinu, vegna breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, 15. janúar en þetta kemur fram í tilkynningu frá VR.

VR telur að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að skerða rétt félagsmanna til atvinnuleysisbóta með því að stytta bótatímabilið um sex mánuði, eins og breytingarnar kveða á um.

Að mati VR var enginn annar kostur í stöðunni en höfða mál til að fá ákvörðun ríkisins hnekkt. Stefnan var lögð fram í héraðsdómi þann 2. janúar síðastliðinn og birt ríkinu í síðustu viku. Félagið óskaði eftir flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum en þeirri ósk var hafnað.

Í stefnunni bendir VR á að breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, sem tóku gildi þann 1. janúar sl., hafi ekki verið í samræmi við meginreglur stjórnskipunar um réttaröryggi og fyrirsjáanleika.

„Eignaréttur þeirra sem þegar fá atvinnuleysisbætur hafi verið skertur með afturvirkum og ólögmætum hætti og gengið hafi verið gegn réttaröryggi þeirra. Lagasetningin hafi verið byggð á ómálefnalegum forsendum og ekki verið gætt meðalhófs. Með því að höfða mál er ætlun félagsins að koma í veg fyrir að breytingarnar gildi um félagsmenn VR,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

VR stefnir stjórvöldum fyrir stjórnarskrárbrot

VR telur stjórnvöld hafa brotið stjórnarskrárvarinn rétt launafólks þegar sett voru afturvirk lög um skerðingu atvinnuleysisbóta. Segja ríkisstjórnina sýna launafólki grimmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×