Heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna Stefán Árni Pálsson skrifar 15. janúar 2015 14:57 Styrkirnir nema á bilinu 360 til 800 þúsund krónum. mynd/velferðarráðuneytið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni er miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga, þar sem heildstætt mat á þörfum einstaklinga fyrir þjónustu er haft að leiðarljósi, í samræmi við verkefnið Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðar til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði. Frestur til að sækja um styrki rann út 16. nóvember síðastliðinn. Alls barst ráðuneytinu 31 umsókn. Sótt var um vegna fjölbreyttra verkefna sem bera þess glögg vitni að verið sé að þróa þjónustufyrirkomulag við sjúklinga á margvíslegan hátt með það að markmiði að auka gæði þjónustunnar. Úthlutunarnefnd skipuð þremur fulltrúum velferðarráðuneytisins lagði mat á umsóknirnar og gerði tillögu til ráðherra um styrkveitingarnar til verkefnanna sex. Styrkirnir nema á bilinu 360 til 800 þúsund krónum. Verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni snúa meðal annars að bættari þjónustu við aldraða á Landspítala, þróun meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra vegna sjálfsskaða eða sjálfsvígshugsana og fjarlækninga annars vegar verkefni á sviði fjarþjónustu talmeinafræðinga og hins vegar svefnmælingar með fjarþjónustu.Þau verkefni sem hlutu styrk voru:Verkefni um þróun meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem leita til göngudeildar barna- og unglingageðdeildar Landsspítala (BUGL) vegna sjálfsskaða eða sjálfsvígshugsana. Með verkefninu er verið að reyna að finna leið sem er árangursrík til að veita þessum hóp barna og fjölskyldna þeirra gagnreynda og markvissa meðferð. Meðferðin sem veitt verður er sambland af einstaklings og hópmeðferð og kallast díalektísk atferlismeðferð en hún er flókið meðferðarúrræði við flóknum og erfiðum geðvanda.Verkefnið er þróað á BUGL og er þverfaglegt.Verkefni Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands til að kanna hvort fjarþjónusta geti bætt þjónustu við skjólstæðinga sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins varðandi greiningu og upphafsþjálfunar vegna talmeina. Verkefnið felst í því að settur verður upp færanlegur fjarfundarbúnaður sem notaður verður við tímabundna greiningu og upphafsþjálfun barna í forgangshópi varðandi talmein.Verkefni um að auka aðgengi að svefnmælingum á landsbyggðinni á vegum lungnadeildar Landspítala. Fjöldi einstaklinga sem leitar eftir svefnmælingum er mikill og er aðgengi að svefnmælingum á landsbyggðinni mjög takmarkað. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort munur sé á gæðum svefnmælinga í heimahúsum með svefnmælitæki hjá þeim sem fá eingöngu leiðbeiningar í gegnum talsett kennslumyndband og þeim sem fá sýnikennslu á göngudeild.Verkefni um bættar útskriftir aldraða á bráðaöldrunarlækningadeild Landspítala. Tilgangur verkefnisins er að auka samstarf hjúkrunarfræðinga í heimaþjónustu og hjúkrunarfræðinga á deild við útskriftir aldraðra af bráðaöldrunarlækningadeild og bæta flæði upplýsinga um sjúklinga í báðar áttir, þ.e. frá heimaþjónustu inn á spítala og öfugt.Verkefni um þverfaglegt ráðgjafateymi til að sinna fjölveikum öldruðum og stuðla að betri þjónustu við þá. Stofnað verður þverfaglegt ráðgjafateymi (öldrunarteymi) til að sinna fjölveikum öldruðum sem leggjast inn á Landspítala og stuðla að betri þjónustu við þá, fækka fylgikvillum og draga úr færniskerðingu sem er algeng afleiðing sjúkrahúslegu. Teymið mun ekki starfa eins og hefðbundin ráðgjafateymi heldur verður unnið meira með meðferðarteymi sjúklings, heimilislækni og heimahjúkrun.Verkefni sem snýr að skipulagi og vinnubrögðum í þjónustu við aldraða sem leita á bráðamóttöku Landspítala. Ákveðinn hluti aldraða sem leitar á bráðamóttöku eru hrumir, fjölveikir og bráðveikir. Gera þarf verkferla til að vinna eftir þannig að ferli sjúklings í gegnum bráðamóttöku verði markvisst og notendavænt fyrir aldraða einstaklinga sem eru viðkvæmari en aðrir aldurshópar fyrir mikilli bið og tíðum flutningum innan stofnunar. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni er miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga, þar sem heildstætt mat á þörfum einstaklinga fyrir þjónustu er haft að leiðarljósi, í samræmi við verkefnið Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðar til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði. Frestur til að sækja um styrki rann út 16. nóvember síðastliðinn. Alls barst ráðuneytinu 31 umsókn. Sótt var um vegna fjölbreyttra verkefna sem bera þess glögg vitni að verið sé að þróa þjónustufyrirkomulag við sjúklinga á margvíslegan hátt með það að markmiði að auka gæði þjónustunnar. Úthlutunarnefnd skipuð þremur fulltrúum velferðarráðuneytisins lagði mat á umsóknirnar og gerði tillögu til ráðherra um styrkveitingarnar til verkefnanna sex. Styrkirnir nema á bilinu 360 til 800 þúsund krónum. Verkefnin sem hlutu styrki að þessu sinni snúa meðal annars að bættari þjónustu við aldraða á Landspítala, þróun meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra vegna sjálfsskaða eða sjálfsvígshugsana og fjarlækninga annars vegar verkefni á sviði fjarþjónustu talmeinafræðinga og hins vegar svefnmælingar með fjarþjónustu.Þau verkefni sem hlutu styrk voru:Verkefni um þróun meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem leita til göngudeildar barna- og unglingageðdeildar Landsspítala (BUGL) vegna sjálfsskaða eða sjálfsvígshugsana. Með verkefninu er verið að reyna að finna leið sem er árangursrík til að veita þessum hóp barna og fjölskyldna þeirra gagnreynda og markvissa meðferð. Meðferðin sem veitt verður er sambland af einstaklings og hópmeðferð og kallast díalektísk atferlismeðferð en hún er flókið meðferðarúrræði við flóknum og erfiðum geðvanda.Verkefnið er þróað á BUGL og er þverfaglegt.Verkefni Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands til að kanna hvort fjarþjónusta geti bætt þjónustu við skjólstæðinga sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins varðandi greiningu og upphafsþjálfunar vegna talmeina. Verkefnið felst í því að settur verður upp færanlegur fjarfundarbúnaður sem notaður verður við tímabundna greiningu og upphafsþjálfun barna í forgangshópi varðandi talmein.Verkefni um að auka aðgengi að svefnmælingum á landsbyggðinni á vegum lungnadeildar Landspítala. Fjöldi einstaklinga sem leitar eftir svefnmælingum er mikill og er aðgengi að svefnmælingum á landsbyggðinni mjög takmarkað. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort munur sé á gæðum svefnmælinga í heimahúsum með svefnmælitæki hjá þeim sem fá eingöngu leiðbeiningar í gegnum talsett kennslumyndband og þeim sem fá sýnikennslu á göngudeild.Verkefni um bættar útskriftir aldraða á bráðaöldrunarlækningadeild Landspítala. Tilgangur verkefnisins er að auka samstarf hjúkrunarfræðinga í heimaþjónustu og hjúkrunarfræðinga á deild við útskriftir aldraðra af bráðaöldrunarlækningadeild og bæta flæði upplýsinga um sjúklinga í báðar áttir, þ.e. frá heimaþjónustu inn á spítala og öfugt.Verkefni um þverfaglegt ráðgjafateymi til að sinna fjölveikum öldruðum og stuðla að betri þjónustu við þá. Stofnað verður þverfaglegt ráðgjafateymi (öldrunarteymi) til að sinna fjölveikum öldruðum sem leggjast inn á Landspítala og stuðla að betri þjónustu við þá, fækka fylgikvillum og draga úr færniskerðingu sem er algeng afleiðing sjúkrahúslegu. Teymið mun ekki starfa eins og hefðbundin ráðgjafateymi heldur verður unnið meira með meðferðarteymi sjúklings, heimilislækni og heimahjúkrun.Verkefni sem snýr að skipulagi og vinnubrögðum í þjónustu við aldraða sem leita á bráðamóttöku Landspítala. Ákveðinn hluti aldraða sem leitar á bráðamóttöku eru hrumir, fjölveikir og bráðveikir. Gera þarf verkferla til að vinna eftir þannig að ferli sjúklings í gegnum bráðamóttöku verði markvisst og notendavænt fyrir aldraða einstaklinga sem eru viðkvæmari en aðrir aldurshópar fyrir mikilli bið og tíðum flutningum innan stofnunar.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira