Tæla þarf iðnaðarmenn heim eins og lækna Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2015 12:15 Framkvæmdastjóri Samiðnar segir iðnaðarmenn sem flúið hafa land ekki treysta umhverfinu á Íslandi. Bæta þurfi kjör þeir með sama hætti og kjör lækna. vísir/gva Framkvæmdastjóri Samiðnar segir allt of fáa iðnaðarmenn sem flúðu land í kreppunni snúa aftur heim frá útlöndum. Þeir treysti enn ekki umhverfinu á Íslandi og bæta þurfi kjör þeirra með svipuðum hætti og gert var með nýlegum samningum við lækna. Um áramótin lauk fimm ára verkefni undir nafninu Allir vinna, þar sem fólk gat lengst af fengið allan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald íbúðarhúsnæðis endurgreiddan. Þetta var gert til að lina höggið sem iðnaðarmenn urð fyrir þegar hrun varð í framboði verkefna. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar segir þetta hafa komið sér vel fyrir minni atvinnurekendur í byggingariðnaði og haft góð áhrif. „Já, alveg tvímælalaust virkaði það og þetta var náttúrlega ekki síst gert líka til að örva almenning til að fara í viðhald og endurbætur á sínum eignum. Það skilaði sér bæði í aukinni vinnu og örvaði fólk til framkvæmda,“ segir Þorbjörn. Á árunum eftir hrun flúði mikill fjöldi faglærðra iðnaðarmanna land og þá sérstaklega til Noregs enda fátt um fína drætti á Íslandi þegar nánast öll vinna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis stöðvaðist. Þorbjörn segir verkefnið Allir vinna vissulega hafa dregið úr flóttanum. Ekki þurfi að verða mikil aukning á verkefnum til að skortur verði á iðnaðarmönnum. „Það stafar nú m.a. af því að menn koma miklu hægar heim frá Noregi en menn gerðu ráð fyrir. Það er eins og menn treysti ekki umhverfinu hérna,“ segir Þorbjörn. Í læknadeilunni var mikið rætt um atgervisflótta sem þyrfti að koma í veg fyrir og hækka þyrfti launin til að fá lækna aftur heim. „Það sem þarf að gera, bæði til að fá menn til að koma heim og líka til að fá fólk inn í iðngreinarnar, er algerlega sambærilegt og hjá læknunum. Það þarf að huga að því að stytta vinnutímann. Hann er of langur hérna. Fólki finnst þetta ekki nægjanlega áhugavert og það þarf að hækka almen laun,“ segir Þorbjörn. Sérstaklega þurfi að hækka kauptryggingarhluta launa iðnaðarmanna. Þá sé verkefnastaðan þannig núna að mikið sé byggt fyrir þá sem hafi peninga milli handanna en lítið sem ekkert af íbúðum fyrir venjulegt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. Breyta þurfi íbúðalánakerfinu til að svo megi verða. „Fólk hefur bara ekki getu til að kaupa. Þeir sem eru að koma út á íbúðamarkaðinn hafa bara ekki kaupgetu til að kaupa íbúðir. Sérstaklega snýr þetta að útborguninni. Þannig að hluti af íbúðamarkaðnum eða uppbyggingunni er alls ekki farinn í gang,“ segir Þorbjörn Guðmundsson. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samiðnar segir allt of fáa iðnaðarmenn sem flúðu land í kreppunni snúa aftur heim frá útlöndum. Þeir treysti enn ekki umhverfinu á Íslandi og bæta þurfi kjör þeirra með svipuðum hætti og gert var með nýlegum samningum við lækna. Um áramótin lauk fimm ára verkefni undir nafninu Allir vinna, þar sem fólk gat lengst af fengið allan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald íbúðarhúsnæðis endurgreiddan. Þetta var gert til að lina höggið sem iðnaðarmenn urð fyrir þegar hrun varð í framboði verkefna. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar segir þetta hafa komið sér vel fyrir minni atvinnurekendur í byggingariðnaði og haft góð áhrif. „Já, alveg tvímælalaust virkaði það og þetta var náttúrlega ekki síst gert líka til að örva almenning til að fara í viðhald og endurbætur á sínum eignum. Það skilaði sér bæði í aukinni vinnu og örvaði fólk til framkvæmda,“ segir Þorbjörn. Á árunum eftir hrun flúði mikill fjöldi faglærðra iðnaðarmanna land og þá sérstaklega til Noregs enda fátt um fína drætti á Íslandi þegar nánast öll vinna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis stöðvaðist. Þorbjörn segir verkefnið Allir vinna vissulega hafa dregið úr flóttanum. Ekki þurfi að verða mikil aukning á verkefnum til að skortur verði á iðnaðarmönnum. „Það stafar nú m.a. af því að menn koma miklu hægar heim frá Noregi en menn gerðu ráð fyrir. Það er eins og menn treysti ekki umhverfinu hérna,“ segir Þorbjörn. Í læknadeilunni var mikið rætt um atgervisflótta sem þyrfti að koma í veg fyrir og hækka þyrfti launin til að fá lækna aftur heim. „Það sem þarf að gera, bæði til að fá menn til að koma heim og líka til að fá fólk inn í iðngreinarnar, er algerlega sambærilegt og hjá læknunum. Það þarf að huga að því að stytta vinnutímann. Hann er of langur hérna. Fólki finnst þetta ekki nægjanlega áhugavert og það þarf að hækka almen laun,“ segir Þorbjörn. Sérstaklega þurfi að hækka kauptryggingarhluta launa iðnaðarmanna. Þá sé verkefnastaðan þannig núna að mikið sé byggt fyrir þá sem hafi peninga milli handanna en lítið sem ekkert af íbúðum fyrir venjulegt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. Breyta þurfi íbúðalánakerfinu til að svo megi verða. „Fólk hefur bara ekki getu til að kaupa. Þeir sem eru að koma út á íbúðamarkaðinn hafa bara ekki kaupgetu til að kaupa íbúðir. Sérstaklega snýr þetta að útborguninni. Þannig að hluti af íbúðamarkaðnum eða uppbyggingunni er alls ekki farinn í gang,“ segir Þorbjörn Guðmundsson.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira