Tæla þarf iðnaðarmenn heim eins og lækna Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2015 12:15 Framkvæmdastjóri Samiðnar segir iðnaðarmenn sem flúið hafa land ekki treysta umhverfinu á Íslandi. Bæta þurfi kjör þeir með sama hætti og kjör lækna. vísir/gva Framkvæmdastjóri Samiðnar segir allt of fáa iðnaðarmenn sem flúðu land í kreppunni snúa aftur heim frá útlöndum. Þeir treysti enn ekki umhverfinu á Íslandi og bæta þurfi kjör þeirra með svipuðum hætti og gert var með nýlegum samningum við lækna. Um áramótin lauk fimm ára verkefni undir nafninu Allir vinna, þar sem fólk gat lengst af fengið allan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald íbúðarhúsnæðis endurgreiddan. Þetta var gert til að lina höggið sem iðnaðarmenn urð fyrir þegar hrun varð í framboði verkefna. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar segir þetta hafa komið sér vel fyrir minni atvinnurekendur í byggingariðnaði og haft góð áhrif. „Já, alveg tvímælalaust virkaði það og þetta var náttúrlega ekki síst gert líka til að örva almenning til að fara í viðhald og endurbætur á sínum eignum. Það skilaði sér bæði í aukinni vinnu og örvaði fólk til framkvæmda,“ segir Þorbjörn. Á árunum eftir hrun flúði mikill fjöldi faglærðra iðnaðarmanna land og þá sérstaklega til Noregs enda fátt um fína drætti á Íslandi þegar nánast öll vinna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis stöðvaðist. Þorbjörn segir verkefnið Allir vinna vissulega hafa dregið úr flóttanum. Ekki þurfi að verða mikil aukning á verkefnum til að skortur verði á iðnaðarmönnum. „Það stafar nú m.a. af því að menn koma miklu hægar heim frá Noregi en menn gerðu ráð fyrir. Það er eins og menn treysti ekki umhverfinu hérna,“ segir Þorbjörn. Í læknadeilunni var mikið rætt um atgervisflótta sem þyrfti að koma í veg fyrir og hækka þyrfti launin til að fá lækna aftur heim. „Það sem þarf að gera, bæði til að fá menn til að koma heim og líka til að fá fólk inn í iðngreinarnar, er algerlega sambærilegt og hjá læknunum. Það þarf að huga að því að stytta vinnutímann. Hann er of langur hérna. Fólki finnst þetta ekki nægjanlega áhugavert og það þarf að hækka almen laun,“ segir Þorbjörn. Sérstaklega þurfi að hækka kauptryggingarhluta launa iðnaðarmanna. Þá sé verkefnastaðan þannig núna að mikið sé byggt fyrir þá sem hafi peninga milli handanna en lítið sem ekkert af íbúðum fyrir venjulegt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. Breyta þurfi íbúðalánakerfinu til að svo megi verða. „Fólk hefur bara ekki getu til að kaupa. Þeir sem eru að koma út á íbúðamarkaðinn hafa bara ekki kaupgetu til að kaupa íbúðir. Sérstaklega snýr þetta að útborguninni. Þannig að hluti af íbúðamarkaðnum eða uppbyggingunni er alls ekki farinn í gang,“ segir Þorbjörn Guðmundsson. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samiðnar segir allt of fáa iðnaðarmenn sem flúðu land í kreppunni snúa aftur heim frá útlöndum. Þeir treysti enn ekki umhverfinu á Íslandi og bæta þurfi kjör þeirra með svipuðum hætti og gert var með nýlegum samningum við lækna. Um áramótin lauk fimm ára verkefni undir nafninu Allir vinna, þar sem fólk gat lengst af fengið allan virðisaukaskatt af vinnu iðnaðarmanna við viðhald íbúðarhúsnæðis endurgreiddan. Þetta var gert til að lina höggið sem iðnaðarmenn urð fyrir þegar hrun varð í framboði verkefna. Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar segir þetta hafa komið sér vel fyrir minni atvinnurekendur í byggingariðnaði og haft góð áhrif. „Já, alveg tvímælalaust virkaði það og þetta var náttúrlega ekki síst gert líka til að örva almenning til að fara í viðhald og endurbætur á sínum eignum. Það skilaði sér bæði í aukinni vinnu og örvaði fólk til framkvæmda,“ segir Þorbjörn. Á árunum eftir hrun flúði mikill fjöldi faglærðra iðnaðarmanna land og þá sérstaklega til Noregs enda fátt um fína drætti á Íslandi þegar nánast öll vinna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis stöðvaðist. Þorbjörn segir verkefnið Allir vinna vissulega hafa dregið úr flóttanum. Ekki þurfi að verða mikil aukning á verkefnum til að skortur verði á iðnaðarmönnum. „Það stafar nú m.a. af því að menn koma miklu hægar heim frá Noregi en menn gerðu ráð fyrir. Það er eins og menn treysti ekki umhverfinu hérna,“ segir Þorbjörn. Í læknadeilunni var mikið rætt um atgervisflótta sem þyrfti að koma í veg fyrir og hækka þyrfti launin til að fá lækna aftur heim. „Það sem þarf að gera, bæði til að fá menn til að koma heim og líka til að fá fólk inn í iðngreinarnar, er algerlega sambærilegt og hjá læknunum. Það þarf að huga að því að stytta vinnutímann. Hann er of langur hérna. Fólki finnst þetta ekki nægjanlega áhugavert og það þarf að hækka almen laun,“ segir Þorbjörn. Sérstaklega þurfi að hækka kauptryggingarhluta launa iðnaðarmanna. Þá sé verkefnastaðan þannig núna að mikið sé byggt fyrir þá sem hafi peninga milli handanna en lítið sem ekkert af íbúðum fyrir venjulegt fólk og þá sérstaklega ungt fólk. Breyta þurfi íbúðalánakerfinu til að svo megi verða. „Fólk hefur bara ekki getu til að kaupa. Þeir sem eru að koma út á íbúðamarkaðinn hafa bara ekki kaupgetu til að kaupa íbúðir. Sérstaklega snýr þetta að útborguninni. Þannig að hluti af íbúðamarkaðnum eða uppbyggingunni er alls ekki farinn í gang,“ segir Þorbjörn Guðmundsson.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira