Grófu tvöfalt meira en verktakar undir Vaðlaheiði Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2015 07:00 Búið er að grafa um 48 prósent af heildarlengd Vaðlaheiðarganga. Mynd/Valgeir Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira
Norðfjarðargöng við Eskifjörð lengdust um 4,5 kílómetra á síðasta ári, eða um tvöfalt meira en Vaðlaheiðargöng í Eyjafirði. Verktakar í Vaðlaheiðargöngum neyddust til að flýja heitt vatn í göngunum en veikburða setlög töfðu gangagerðina á Austurlandi.„Það má segja að það hafi gengið þokkalega en þetta hefur þó verið sveiflukennt eins og gengur og gerist,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, starfsmaður verkfræðistofunnar Hnits sem fer með umsjón og eftirlit með framkvæmdum vegna Norðfjarðarganga. Búið er að grafa um 64 prósent af heildarlengd Norðfjarðarganga, alls 4,8 kílómetra, og er unnið bæði frá Eskifirði og Fannardal Norðfjarðarmegin. Verkið er á áætlun og að sögn Guðmundar er ekkert sem bendir til þess að göngin verði ekki opnuð haustið 2017. „Það má þó segja að verktakinn hafði væntingar um að vera búinn að grafa meira en komið er. Við höfum lent í erfiðum setlögum, sérstaklega Eskifjarðarmegin, sem kölluðu á hæga yfirferð og miklar styrkingar. En við höfum ekki lent í neinum vandamálum með vatn eða neitt annað óvenjulegt,“ segir Guðmundur.Valgeir BergmannÍ febrúar í fyrra opnaðist stór heitavatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum og síðan þá hafa minni sprungur opnast Eyjafjarðarmegin. Verktakar þar áttu í kjölfarið erfitt með að vinna fullan vinnudag sökum hita og raka. Því var ákveðið að færa tæki og tól yfir í Fnjóskadal þar sem gangagerð hófst í byrjun september. „Ég segi ekki að þetta sé einstakt í sögu gangagerðar hér á landi en það er mjög óvenjulegt að lenda í svona miklu magni af heitu vatni. Þetta hefur tafið framkvæmdina talsvert og nú er líklegt að verklok verði vorið 2017 en ekki hálfu ári áður eins og upphaflega var áætlað,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri verkkaupans Vaðlaheiðarganga hf. „Vatnið og hitinn sem af því kemur leiddi til þess að við þurfum að fara í mun meiri bergþéttingar Eyjafjarðarmegin en áætlað var,“ bætir Valgeir við. Vaðlaheiðargöng lengdust um rúma tvo kílómetra á síðasta ári en þau eru nú 3,4 kílómetra löng. Valgeir vonar að framkvæmdir í Eyjafirði geti hafist aftur á næstu tveimur til þremur mánuðum. Ekki hefur tekist að loka stóru sprungunni, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, en tekist hefur að minnka vatnsstrauminn úr sprungunni um 80 prósent, og nú er unnið að því að leiða vatnið út úr göngunum í rörum. „Við bindum miklar vonir við að rakastigið og hitinn lækki með bergþéttingunni og rörunum. Síðan er í skoðun að stækka loftræstikerfið. Við munum því sigra þetta fjall en það mun líklega taka aðeins lengri tíma,“ segir Valgeir.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Sjá meira