Innlent

Myndband af björgun áhafnar Týs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Síðan í desember hefur áhöfn varðskipsins Týs komið að björgun um 2.000 flóttamanna í fimm stórum flutningaskipum. Síðasta laugardag tók áhöfnin þátt í björgun hátt í fimm hundruð flóttamanna á flutningaskipinu Ezadeen þar sem skipið var stjórnlaust á Miðjarðarhafi. Minnst sextíu börn voru um borð í skipinu.

Áhöfnin hafði yfirgefið skipið en áður hafði stefnan verið sett á Ítalíu. Skömmu eftir að Týr kom á vettvang varð skipið vélarvana vegna olíuleysis og ekki tókst að endurræsa vélar skipsins. Dráttartaug var þá komið á milli skipanna og kom skipið til hafnar í ítalska bænum Corigliano seint á laugardagskvöld.

Landhelgisgæslan tók myndband af björguninni, en það má sjá í spilaranum hér að ofan.

mynd/landhelgisgæslan
mynd/Landhelgisgæslan
mynd/landhelgisgæslan

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×