Nefndarfundi líkt við rannsóknarrétt Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2015 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. vísir/vilhelm Ljóst er að yfirlýstur tilgangur fundar atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun um að leysa ágreining og reyna að koma á sáttum vegna vinnu við Rammaáætlun snerist fullkomlega upp í andhverfu sína og endaði með hörðum orðaskiptum í upphafi þingfundar í gær. Óvægnar ásakanir gengu á víxl bæði á fundi nefndarinnar og í þingsal. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og var til hans boðað til að ræða álitamál sem höfðu risið í fyrra frá hendi orkugeirans, en deilur stóðu vikum saman á Alþingi eftir að meirihluti nefndarinnar gerði breytingartillögu við þingsályktun umhverfisráðherra um að setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk – en það var í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Þá vildi meirihluti nefndarinnar að fleiri virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk – m.a. tveir í neðri hluta Þjórsár. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar allra orkufyrirtækjanna, að því er best varð séð, Orkustofnunar sem hefur verið mjög gagnrýnin á störf verkefnastjórnarinnar auk Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnastjórnarinnar. Voru málin rædd á milli nefndarmanna og gesta fundarins í þessari sömu röð. „Rannsóknarréttur“ og „sakabekkur“, voru orð sem varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, notaði yfir fundinn. Gagnrýndi hún afar hart að til hans hefðu ekki verið boðaðir fulltrúar náttúruverndarsamtaka og fleiri – eins og hún hafði óskað eftir. Sagði hún grafið undan trúverðugleika verkefnastjórnarinnar með því að fullyrða að hún starfaði ekki samkvæmt lögum sem um hana gilda – auk þess sem efast væri um hæfi þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja, og þá sérstaklega af hálfu formannsins, Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem rakti í löngu máli á fundinum aðkomu einstakra starfsmanna verkefnisstjórnar að félagsstörfum er tengjast náttúruvernd. Eins varpaði hún fram þeirri spurningu hvað málið hefði að gera á vettvangi atvinnuveganefndar þegar með réttu ættu álitamálin sem voru undir – stjórnsýslan - heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þessari túlkun Lilju Rafneyjar var mótmælt hart af stjórnarþingmönnum í nefndinni og formaðurinn áréttaði góðan vilja sinn til þess að finna málinu sáttafarveg, enda væri full þörf á því að skoða málið niður í kjölinn líkt og gagnrýni hagsmunaaðila hefði sýnt á fundi nefndarinnar og nefndi að bæði fulltrúar Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna hefðu fullyrt að verkefnastjórnin færi ekki að lögum. Í þingræðu sinni um hádegisbil sakaði Jón stjórnarandstöðuna um að setja á svið leikrit og að gagnrýni hennar væri persónulegt skítkast. Boðaði hann fleiri fundi enda hefði Alþingi vísað málinu til nefndarinnar en hún hefði ekki óskað eftir því að taka það upp. Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ljóst er að yfirlýstur tilgangur fundar atvinnuveganefndar Alþingis í gærmorgun um að leysa ágreining og reyna að koma á sáttum vegna vinnu við Rammaáætlun snerist fullkomlega upp í andhverfu sína og endaði með hörðum orðaskiptum í upphafi þingfundar í gær. Óvægnar ásakanir gengu á víxl bæði á fundi nefndarinnar og í þingsal. Fundurinn var opinn fjölmiðlum og var til hans boðað til að ræða álitamál sem höfðu risið í fyrra frá hendi orkugeirans, en deilur stóðu vikum saman á Alþingi eftir að meirihluti nefndarinnar gerði breytingartillögu við þingsályktun umhverfisráðherra um að setja Hvammsvirkjun í Þjórsá í nýtingarflokk – en það var í samræmi við niðurstöðu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar. Þá vildi meirihluti nefndarinnar að fleiri virkjanakostir yrðu færðir úr biðflokki í nýtingarflokk – m.a. tveir í neðri hluta Þjórsár. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar allra orkufyrirtækjanna, að því er best varð séð, Orkustofnunar sem hefur verið mjög gagnrýnin á störf verkefnastjórnarinnar auk Stefáns Gíslasonar, formanns verkefnastjórnarinnar. Voru málin rædd á milli nefndarmanna og gesta fundarins í þessari sömu röð. „Rannsóknarréttur“ og „sakabekkur“, voru orð sem varaformaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, notaði yfir fundinn. Gagnrýndi hún afar hart að til hans hefðu ekki verið boðaðir fulltrúar náttúruverndarsamtaka og fleiri – eins og hún hafði óskað eftir. Sagði hún grafið undan trúverðugleika verkefnastjórnarinnar með því að fullyrða að hún starfaði ekki samkvæmt lögum sem um hana gilda – auk þess sem efast væri um hæfi þeirra sem í verkefnisstjórninni sitja, og þá sérstaklega af hálfu formannsins, Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem rakti í löngu máli á fundinum aðkomu einstakra starfsmanna verkefnisstjórnar að félagsstörfum er tengjast náttúruvernd. Eins varpaði hún fram þeirri spurningu hvað málið hefði að gera á vettvangi atvinnuveganefndar þegar með réttu ættu álitamálin sem voru undir – stjórnsýslan - heima hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þessari túlkun Lilju Rafneyjar var mótmælt hart af stjórnarþingmönnum í nefndinni og formaðurinn áréttaði góðan vilja sinn til þess að finna málinu sáttafarveg, enda væri full þörf á því að skoða málið niður í kjölinn líkt og gagnrýni hagsmunaaðila hefði sýnt á fundi nefndarinnar og nefndi að bæði fulltrúar Orkustofnunar og orkufyrirtækjanna hefðu fullyrt að verkefnastjórnin færi ekki að lögum. Í þingræðu sinni um hádegisbil sakaði Jón stjórnarandstöðuna um að setja á svið leikrit og að gagnrýni hennar væri persónulegt skítkast. Boðaði hann fleiri fundi enda hefði Alþingi vísað málinu til nefndarinnar en hún hefði ekki óskað eftir því að taka það upp.
Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira