Áttu að fá hálfa milljón fyrir verkið Sveinn Arnarsson skrifar 30. maí 2015 07:00 Þriðji aðilinn sem á að hafa fyrirskipað árásina á fulltrúa sýslumannsins á Akureyri, er sagður hafa sagt við árásarmennina að hann vildi manninn úr umferð. Hann neitaði allri sök í málinu fyrir dómi. Fréttablaðið/Pjetur Tveir karlmenn játuðu í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra að hafa aðfaranótt 12. nóvember síðastliðins veist að Eyþóri Þorbergssyni, fulltrúa sýslumanns, og kveikt í bifreið hans með bílsprengju. Lítur ákæruvaldið verknaðinn alvarlegum augum og telur þetta vera árás gegn valdstjórninni þar sem Eyþór er fulltrúi ákæruvaldsins á Akureyri. Annar sakborningurinn veittist að Eyþóri með barefli og veitti honum áverka á vinstri handlegg auk þess að ráðast að bíl hans. Sögðu þeir báðir fyrir dómi að þriðji aðili hefði ætlað að greiða þeim fimm hundruð þúsund krónur fyrir verknaðinn þar sem honum væri illa við embættið. Sá á að hafa sagst vilja brjóta hendur Eyþórs í þeim tilgangi að hann gæti ekki undirritað nein skjöl og viljað taka hann úr umferð. Þessi þriðji aðili taldi málið hins vegar allt byggjast á misskilningi og sagðist ekki hafa skipað fyrir um árásina. Vildi hann ekki meina að hann hefði lofað neinni greiðslu fyrir verkið. Mennirnir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir fundnir sekir um allar sakargiftir. Árásarmennirnir, sem játuðu brot sín fyrir dómi, sögðust lítið muna frá umræddu kvöldi sökum vímuefnaneyslu. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Tveir karlmenn játuðu í gær í Héraðsdómi Norðurlands eystra að hafa aðfaranótt 12. nóvember síðastliðins veist að Eyþóri Þorbergssyni, fulltrúa sýslumanns, og kveikt í bifreið hans með bílsprengju. Lítur ákæruvaldið verknaðinn alvarlegum augum og telur þetta vera árás gegn valdstjórninni þar sem Eyþór er fulltrúi ákæruvaldsins á Akureyri. Annar sakborningurinn veittist að Eyþóri með barefli og veitti honum áverka á vinstri handlegg auk þess að ráðast að bíl hans. Sögðu þeir báðir fyrir dómi að þriðji aðili hefði ætlað að greiða þeim fimm hundruð þúsund krónur fyrir verknaðinn þar sem honum væri illa við embættið. Sá á að hafa sagst vilja brjóta hendur Eyþórs í þeim tilgangi að hann gæti ekki undirritað nein skjöl og viljað taka hann úr umferð. Þessi þriðji aðili taldi málið hins vegar allt byggjast á misskilningi og sagðist ekki hafa skipað fyrir um árásina. Vildi hann ekki meina að hann hefði lofað neinni greiðslu fyrir verkið. Mennirnir eiga yfir höfði sér þunga dóma verði þeir fundnir sekir um allar sakargiftir. Árásarmennirnir, sem játuðu brot sín fyrir dómi, sögðust lítið muna frá umræddu kvöldi sökum vímuefnaneyslu.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira