Jón Gunnarsson vill sátt um makrílfrumvarpið Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 13:29 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Sjá meira