Jón Gunnarsson vill sátt um makrílfrumvarpið Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 13:29 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira