Enski boltinn

Lampard: Get vakið aðeins lengur á jólunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frank Lampard í búningi City.
Frank Lampard í búningi City. vísir/getty
Frank Lampard, miðjumaður Manchester City, hlakkar til að eyða meiri tíma með fjölskyldunni á jólunum þeagr hann hættir að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann geti þá borðað aðeins meiri kalkún og vakið aðeins lengur, en Lampard gengur í raðir New York City.

„Ég er búinn að vera svo lánsamur að spila svona lengi í þessari deild með þessum sterku leikmönnum og móti frábærum leikmönnum," sagði Lampard fyrir leik City gegn Swansea.

„Einhverntímann er þó tímapunktur til að halda áfram veginn. Ég mun vera þessi gamli maður og ég segja: „Ég spilaði þarna!" Ég er tilbúinn í það."

Lampard hlakkar til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldunni á jólunum, en prógrammið er yfirleitt afar mikið yfir jólahátíðirnar hjá ensku leikmönnunum.

„Ekkert gæti sannfært mig meira en það að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar, fengið mér aðeins meiri kalkún og vakið aðeins lengur með fjölskyldunni," sagði þessi frábæri leikmaður.

Leikur Manchester City og Swansea er nú í gangi á Stöð 2 Sport 2/HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×