Ná Keflvíkingar og Eyjamenn í sín fyrstu stig? | Heil umferð í Pepsi-deildinni Anton Ingi Leifsson skrifar 17. maí 2015 08:00 ÍA mætir Víking í dag og Leiknir mætir Íslandsmeisturum Stjörnunni. vísir/ernir Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Þriðja umferðin hefst klukkan 17:00 með leik Fylkis og ÍBV og endar með leik Keflavík og Breiðablik, en hann verður flautaður á klukkan 20:00. Á Fylkisvelli mætast tvö lið sem hafa ekki byrjað Pepsi-deildina vel. Heimamenn í Fylki hafa einungis fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum og það er rýr uppskera á þeim bænum. Gestirnir úr Eyjum eru hins vegar án stiga og eiga eftir að skora mark. Íslandsmeistararnir í Stjörnunni halda uppteknum hætti frá því í fyrra og sigurgang þeirra heldur áfram. Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki tapað leik sem þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deildinni, en Stjarnan fær nýliða Leiknis í heimsókn í dag. Leiknir vann fyrsta leikinn gegn Val 3-0, en tapaði svo leik númer tvö gegn hinum nýliðunum í ÍA, 0-1. Víkingar þurfa að keyra Hvalfjörðinn til þess að mæta Skagamönnum, en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, snýr aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Víkingar hafa farið ágætlega af stað, en þeir eru með fjögur stig af sex mögulegum; sigur gegn Keflavík og jafntefli gegn Val. ÍA er með þrjú stig eftir sigurinn á Leikni í síðustu umferð. KR er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og þeir þurfa að safna stigum. Þeir fá fríska Fjölnismenn í heimsókn, en Fjölnir er með fjögur stig eftir leikina tvo. KR náði í sitt fyrsta stig með jafntefli gegn Breiðabliki í síðustu umferð eftir tap gegn FH í fyrstu umferðinni, en Fjölnismenn unnu ÍBV og voru grátlega nálægt því að vinna Fylki í síðustu umferð. Fylkir jafnaði metin í uppbótartíma.Guðjón Árni Antoníusson og félagar í Keflavík þurfa að fara safna stigum.vísir/ernirFH, sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina, fer á Vodafonevöllinn og mætir þar Val. Hafnarfjarðarliðið hefur unnið KR og Keflavík í fyrstu tveimur umferðunum, en Valsmenn eru einungis með eitt stig eftir tap gegn Leikni og jafntefli gegn Víkingum í síðustu umferð. Sjónvarpsleikur Stöðvar 2 Sport verður svo í Keflavík þar sem Breiðablik kemur í heimsókn. Keflavík er enn án stiga í Pepsi-deildinni eftir töp gegn FH og Víking, en Breiðablik heldur áfram að gera jafntefli frá því í fyrra. Liðið er með tvö stig eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Útsending frá leiknum hefst klukkan 19:30, en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20:00. Öllum leikjunum verður að sjálfsögðu lýst í beinni textalýsingu á Vísi og þetta verður svo allt gert upp í Pepsi-mörkunum með Herði Magnússyni og félögum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 í kvöld.Leikir dagsins: 17.00 Fylkir - ÍBV (Fylkisvöllur) 19.15 Stjarnan - Leiknir R. (Samsung-völlurinn) 19.15 ÍA - Víkingur (Norðurálsvöllurinn) 19.15 KR - Fjölnir (KR-völlur) 19.15 Valur - FH (Vodafonevöllurinn) 20.00 Keflavík - Breiðablik (Nettóvöllurinn) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Þriðja umferðin hefst klukkan 17:00 með leik Fylkis og ÍBV og endar með leik Keflavík og Breiðablik, en hann verður flautaður á klukkan 20:00. Á Fylkisvelli mætast tvö lið sem hafa ekki byrjað Pepsi-deildina vel. Heimamenn í Fylki hafa einungis fengið tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum og það er rýr uppskera á þeim bænum. Gestirnir úr Eyjum eru hins vegar án stiga og eiga eftir að skora mark. Íslandsmeistararnir í Stjörnunni halda uppteknum hætti frá því í fyrra og sigurgang þeirra heldur áfram. Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki tapað leik sem þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deildinni, en Stjarnan fær nýliða Leiknis í heimsókn í dag. Leiknir vann fyrsta leikinn gegn Val 3-0, en tapaði svo leik númer tvö gegn hinum nýliðunum í ÍA, 0-1. Víkingar þurfa að keyra Hvalfjörðinn til þess að mæta Skagamönnum, en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, snýr aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Víkingar hafa farið ágætlega af stað, en þeir eru með fjögur stig af sex mögulegum; sigur gegn Keflavík og jafntefli gegn Val. ÍA er með þrjú stig eftir sigurinn á Leikni í síðustu umferð. KR er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og þeir þurfa að safna stigum. Þeir fá fríska Fjölnismenn í heimsókn, en Fjölnir er með fjögur stig eftir leikina tvo. KR náði í sitt fyrsta stig með jafntefli gegn Breiðabliki í síðustu umferð eftir tap gegn FH í fyrstu umferðinni, en Fjölnismenn unnu ÍBV og voru grátlega nálægt því að vinna Fylki í síðustu umferð. Fylkir jafnaði metin í uppbótartíma.Guðjón Árni Antoníusson og félagar í Keflavík þurfa að fara safna stigum.vísir/ernirFH, sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina, fer á Vodafonevöllinn og mætir þar Val. Hafnarfjarðarliðið hefur unnið KR og Keflavík í fyrstu tveimur umferðunum, en Valsmenn eru einungis með eitt stig eftir tap gegn Leikni og jafntefli gegn Víkingum í síðustu umferð. Sjónvarpsleikur Stöðvar 2 Sport verður svo í Keflavík þar sem Breiðablik kemur í heimsókn. Keflavík er enn án stiga í Pepsi-deildinni eftir töp gegn FH og Víking, en Breiðablik heldur áfram að gera jafntefli frá því í fyrra. Liðið er með tvö stig eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum. Útsending frá leiknum hefst klukkan 19:30, en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20:00. Öllum leikjunum verður að sjálfsögðu lýst í beinni textalýsingu á Vísi og þetta verður svo allt gert upp í Pepsi-mörkunum með Herði Magnússyni og félögum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 í kvöld.Leikir dagsins: 17.00 Fylkir - ÍBV (Fylkisvöllur) 19.15 Stjarnan - Leiknir R. (Samsung-völlurinn) 19.15 ÍA - Víkingur (Norðurálsvöllurinn) 19.15 KR - Fjölnir (KR-völlur) 19.15 Valur - FH (Vodafonevöllurinn) 20.00 Keflavík - Breiðablik (Nettóvöllurinn)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira