Fordæmdu glæpaverk í Afganistan Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2015 07:30 Afganskar konur á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. VÍSIR/VILHELM „Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
„Þeir segja að hún hafi brennt Kóraninn til þess að réttlæta þennan hræðilega atburð,“ segir Fatima Hossaini, afgönsk kona sem býr á Íslandi, um morðið á Farkhunda, 27 ára afganskri konu, sem var myrt á hrottafenginn hátt í höfuðborginni Kabúl í Afganistan síðastliðinn fimmtudag. Fatima er í hópi afganskra kvenna á Íslandi sem efndu til friðarstundar í gær vegna dauða Farkhunda. „Hún gagnrýndi mann sem var að gera einhvers konar töfra með Kóraninn, en hún var mjög trúuð og lærði guðfræði. Maðurinn brást illa við og var hún þá ranglega sökuð um að hafa brennt eintak af Kóraninum,“ segir Fatima. Í kjölfar þess að vera ranglega sökuð um að brenna Kóraninn var hún barin með kylfum af múg manns og bíl ekið yfir hana áður en eldur var borinn að henni. Líkinu var svo kastað í ána Kabúl en bjargað þaðan. Jarðneskar leifar Farkhunda voru bornar til grafar á sunnudaginn var og mættu hundruð manna í útförina.Friðarstundin var haldin í höggmyndagarði Hljómskálagarðsins. Fólk kom saman með rósir og fordæmdi þann glæp sem átti sér stað. Þá fordæmdi fólk í leiðinni ofbeldi gegn konum og stúlkum. Hundruð manna hafa mótmælt árásinni á götum Kabúl undanfarna daga. „Fólk er að mótmæla úti um allan heim, til dæmis veit ég af mótmælum í Frakklandi, Danmörku og Svíþjóð,“ segir Fatima. Átján manns hafa verið handteknir vegna málsins og þrettán lögreglumönnum verið vísað tímabundið úr starfi fyrir að hafa ekki gert nóg til að bjarga konunni, að því er kemur fram hjá fréttaveitunni The Guardian. „Ég held að þessir lögreglumenn hafi verið mjög strangtrúaðir og mögulega ekki aðhafst neitt vegna þess að þeir héldu að hún hefði brennt Kóraninn,“ segir Fatíma og bætir við að þetta sé alls ekki réttlætanlegt samkvæmt Kóraninum. „Samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að brenna fólk.“ Ríkisstjórn landsins og lögregluyfirvöld hafa viðurkennt alvarleika málsins og talsmaður innanríkisráðuneytisins samþykkti að lögregla hefði getað brugðist betur við til að reyna að bjarga Farkhunda. Þá hefur Asraf Ganí, forseti landsins, kallað eftir rannsókn á atburðinum.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent