Lífeyrissjóðirnir þurfa rýmri heimildir en áætlun stjórnvalda um losun hafta leyfir Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2015 13:26 Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira