Lífeyrissjóðirnir þurfa rýmri heimildir en áætlun stjórnvalda um losun hafta leyfir Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2015 13:26 Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira