Fyrsta brotið úr The Hunger Games: Mockingjay - Part 2
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jennifer Lawrence fer með hlutverk Katniss Everdeen.mynd/skjáskot
Fyrsta stiklan úr síðustu kvimyndinni um Hungurleikanna hefur litið dagsins ljós. Myndin kallast The Hunger Games: Mockingjay – Part 2. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum um allan heim þann 20. nóvember næstkomandi.
Myndirnar þrjár hafa notið gífurlegra vinsælda um heim allan en hagnaður af þeim nemur tæpum tveimur milljörðum dollara. Síðasta hlutanum hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu en í henni kemur loks í ljós hvernig sagan endar.