Nýr forstjóri en áframhaldandi erfiðleikar hjá Volkswagen Sæunn Gísladóttir skrifar 26. september 2015 07:00 Matthias Muller Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áframhaldandi erfiðleikum og fleiri málsóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskiptavina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bílarnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verkefnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu hafa orðið fyrir áhrifum. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur ING bankans, í samtali við Reuters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýskaland flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmálsókn. Á síðasta ári þegar slík hópmálsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaðabætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæplega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakkland hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í einhverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í ökutækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lögfesti strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfisvænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira
Nýr forstjóri hefur tekið við stýrinu hjá þýska bílaframleiðandanum Volkswagen eftir að dísilsvindlmálið kom upp. Þrátt fyrir nýjan forstjóra má búast við áframhaldandi erfiðleikum og fleiri málsóknum. Óvíst er hvort fyrirtækið nái að endurheimta traust viðskiptavina sinna sem tekið hefur áratugi að byggja upp. Nýi forstjórinn heitir Matthias Müller og tekur hann við af Martin Winterkorn. Müller er fyrrverandi forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen. Síðasta vika hefur verið stormasöm fyrir fyrirtækið eftir að í ljós kom að það hefði komið fyrir svindlhugbúnaði í 11 milljónum bíla víðsvegar um heiminn þannig að bílarnir virðast losa minna af mengandi lofttegundum en þeir gera í raun. Ráðning nýs forstjóra er einungis fyrsta skrefið í að endurvekja traust viðskiptavina til fyrirtækisins. Verkefnið verður miklu víðtækara. Enn er óljóst hversu margir bílar í Evrópu hafa orðið fyrir áhrifum. „Allt í einu ógnar Volkswagen þýska hagkerfinu meira heldur en gríska skuldakreppan,“ sagði Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur ING bankans, í samtali við Reuters. Bílaiðnaðurinn hefur gríðarleg áhrif á hagkerfið í landinu. Þýskaland flutti út bíla og bílahluta fyrir jafnvirði 29 þúsund milljarða króna á síðasta ári. Það nemur fimmtungi af heildarútflutningi landsins. Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna (EPA) gæti sektað VW um allt að 18 milljörðum dollara einungis vegna 482 þúsund bifreiða í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa eigendur og leigjendur bílanna hafið hópmálsókn. Á síðasta ári þegar slík hópmálsókn átti sér stað þurftu Hyundai og Kia að greiða 300 milljónir dollara (39 milljarða króna) fyrir að ofmeta sparneytni bíla sinna. Þeir greiddu hverjum eiganda að meðaltali 353 dollara (45 þúsund krónur) í skaðabætur. Ef bandarískir bílaeigendur fengju sömu meðferð myndu tæplega fjórir milljarðar dollara bætast við kostnað VW. Eftir standa að minnsta kosti 10,5 milljónir bíla víðsvegar um heiminn og óvíst er hversu háar sektir hvert land mun leggja á bílaframleiðandann. Frakkland hefur nú þegar hafið rannsókn á málinu og í gær tilkynnti norska efnahagsbrotalögreglan að hún hygðist rannsaka hvort VW hefði brotið gegn norskum lögum í tengslum við útblásturshneykslið. Ef hugbúnaðurinn reynist vera í einhverjum vélum sem flutt hafa verið til Íslands, þá er Tollstjóra heimilt að endurákvarða gjöld allt að sex ár aftur í tímann. Gjöld af ökutækjum reiknast eftir útblæstri sem skráður er í ökutækjaskrá. Ef útblástur bifreiða hefur verið ranglega skráður af innflytjanda hjá Umferðarstofu þá má innheimta vanreiknuð gjöld. Markaðsverðmæti dróst saman um 25 milljarða evra (3.600 milljarða króna) þegar verð hlutabréfa í fyrirtækinu hríðféll í vikunni. Það mældist lægst á miðvikudagsmorgni, þá hafði það lækkað um 37% á þremur dögum. Sérfræðingar hjá Goldman Sachs telja að skaðinn af hneykslismálinu gæti falið í sér að eftirlitsaðilar lögfesti strangari reglur um mengun og að neytendur forðist dísilbíla. Dísill hefur alltaf verið talinn umhverfisvænni kostur og hefur aflað sér mikilla vinsælda í Evrópu undanfarin ár. Í dag eru dísilbílar 53% af bílaflota Evrópu. Bensín losar 147 grömm af CO2 á hvern kílómetra, en dísill einungis 132 grömm. Þetta hneykslismál gæti leitt til viðsnúnings í dísilvæðingu Evrópu.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Sjá meira