Tvö hundruð frosin lík enn á Everest Snærós Sindradóttir skrifar 26. september 2015 07:00 „Á þessum tíma, þegar við erum að fara á Everest 1997, var þetta búið að vera mitt aðal áhugamál í fimmtán ár,“ segir Hallgrímur Magnússon Everestfari. Eftir heimkomuna skrifaði hann í félagi við þrjá bókina Everest, Íslendingar á hæsta fjalli heims. Í bókinni er því meðal annars lýst þegar haldið var á líki japanskrar konu niður af fjallinu en hún hafði dáið þar ári áður. Hún er ein fárra sem komið hefur verið með niður. Fjallið er gröf flestra sem láta lífið í hlíðum þess. Konan, Yasuko Namba, er eitt burðarhlutverka í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks Everest. Íslenski hópurinn komst alla leið á toppinn en hluti af hópnum lenti í hremmingum í miklu óveðri. Svona lýsir Hallgrímur því í bókinni: „Ég lá og horfði út í sortann. Gegnum kollinn flugu hugsanir sem ég hafði vonað að ég þyrfti aldrei að kljást við. Ég var viss um að Hugo myndi deyja þá um nóttina, einn undir skafli á Suðurtindi, þessum nöturlega og einmanalega stað, þar sem ég hafði farið um nokkrum dögum áður, sama stað og mig hafði dreymt um að komast á síðan ég var lítill strákur og las Brött spor eftir Edmund Hillary. Sá staður var svo nálægður en gat samt allt eins verið á tunglinu þessa nótt – svo fjarlægt var það mannlegum mætti að komast þangað upp.“ Það liggur beinast við að spyrja hvers vegna einhver leggur upp í þessa hættuför. „Það var löngunin hjá okkur að ná alla leið í áhugamálinu. Það voru engar annarlegar hvatir heldur var þetta bara áhugamál númer eitt tvö og þrjú og þetta var síðasta skrefið í ákveðinni tegund fjallamennsku. Það var bara að komast alla leið á hæsta fjall,“ segir Hallgrímur. Hann og hans félagar æfðu mikið fyrir gönguna. Þeir gengu meðal annars á Mont Blanc og Cho Oyu nokkrum árum áður. Þeir höfðu fórnað öllu fyrir áhugamálið, að sögn Hallgríms, og stundað fjallamennsku næstum eins og atvinnumenn.Hallgrímur Magnússon, Everest-fari.vísir/stefán„Áhættustuðullinn er hár, þetta er hættulegt fjall, en við gengum út frá þessu sem áhugamáli og fjallamennsku sem við þekktum mjög vel. Við vissum nákvæmlega að hverju við vorum að ganga. Margir sem fara á fjallið vita ekki neitt og það er ámælisvert að mínu mati. Að túristavæða svona há fjöll er ekki mér að skapi,“ segir Hallgrímur. Hann var þrítugur þegar hann gekk á fjallið. Hann toppaði semsagt snemma, í bókstaflegri merkingu. „Minn áhugi á háfjallamennsku hvarf í sjálfu sér við þetta. Það er ekkert sjálfgefið að það gerist en það minnkar áhuginn á að fara í hæð. En ég á eftir að fara aftur til Himalayja. Ég fer þangað sem ég hef áhuga á þá stundina og ég hef haldið áfram minni fjallamennsku alla tíð sína en áherslurnar breytast.“ Aðspurður hvort hann eigi góðar eða slæmar minningar frá göngunni á Everest segir Hallgrímur: „Ég hef bara góðar. Þetta reyndist okkur nokkuð erfitt, við lentum í vondum veðrum og vorum tæpir á því að komast upp þannig að upplifunin var ljúfsár að einhverju leyti en að jafnaði á maður bara góðar upplifanir af mínum ferðum, hvort sem maður kemst á topp eða ekki.“ „En ef þú spyrð mig, ráðlegg ég einhverjum að fara? Ég ráðlegg engum að fara á þetta fjall nema að fara í gegnum mjög miklar æfingar og prófa sig í hæð áður en farið er af stað,“ segir Hallgrímur að lokum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Á þessum tíma, þegar við erum að fara á Everest 1997, var þetta búið að vera mitt aðal áhugamál í fimmtán ár,“ segir Hallgrímur Magnússon Everestfari. Eftir heimkomuna skrifaði hann í félagi við þrjá bókina Everest, Íslendingar á hæsta fjalli heims. Í bókinni er því meðal annars lýst þegar haldið var á líki japanskrar konu niður af fjallinu en hún hafði dáið þar ári áður. Hún er ein fárra sem komið hefur verið með niður. Fjallið er gröf flestra sem láta lífið í hlíðum þess. Konan, Yasuko Namba, er eitt burðarhlutverka í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks Everest. Íslenski hópurinn komst alla leið á toppinn en hluti af hópnum lenti í hremmingum í miklu óveðri. Svona lýsir Hallgrímur því í bókinni: „Ég lá og horfði út í sortann. Gegnum kollinn flugu hugsanir sem ég hafði vonað að ég þyrfti aldrei að kljást við. Ég var viss um að Hugo myndi deyja þá um nóttina, einn undir skafli á Suðurtindi, þessum nöturlega og einmanalega stað, þar sem ég hafði farið um nokkrum dögum áður, sama stað og mig hafði dreymt um að komast á síðan ég var lítill strákur og las Brött spor eftir Edmund Hillary. Sá staður var svo nálægður en gat samt allt eins verið á tunglinu þessa nótt – svo fjarlægt var það mannlegum mætti að komast þangað upp.“ Það liggur beinast við að spyrja hvers vegna einhver leggur upp í þessa hættuför. „Það var löngunin hjá okkur að ná alla leið í áhugamálinu. Það voru engar annarlegar hvatir heldur var þetta bara áhugamál númer eitt tvö og þrjú og þetta var síðasta skrefið í ákveðinni tegund fjallamennsku. Það var bara að komast alla leið á hæsta fjall,“ segir Hallgrímur. Hann og hans félagar æfðu mikið fyrir gönguna. Þeir gengu meðal annars á Mont Blanc og Cho Oyu nokkrum árum áður. Þeir höfðu fórnað öllu fyrir áhugamálið, að sögn Hallgríms, og stundað fjallamennsku næstum eins og atvinnumenn.Hallgrímur Magnússon, Everest-fari.vísir/stefán„Áhættustuðullinn er hár, þetta er hættulegt fjall, en við gengum út frá þessu sem áhugamáli og fjallamennsku sem við þekktum mjög vel. Við vissum nákvæmlega að hverju við vorum að ganga. Margir sem fara á fjallið vita ekki neitt og það er ámælisvert að mínu mati. Að túristavæða svona há fjöll er ekki mér að skapi,“ segir Hallgrímur. Hann var þrítugur þegar hann gekk á fjallið. Hann toppaði semsagt snemma, í bókstaflegri merkingu. „Minn áhugi á háfjallamennsku hvarf í sjálfu sér við þetta. Það er ekkert sjálfgefið að það gerist en það minnkar áhuginn á að fara í hæð. En ég á eftir að fara aftur til Himalayja. Ég fer þangað sem ég hef áhuga á þá stundina og ég hef haldið áfram minni fjallamennsku alla tíð sína en áherslurnar breytast.“ Aðspurður hvort hann eigi góðar eða slæmar minningar frá göngunni á Everest segir Hallgrímur: „Ég hef bara góðar. Þetta reyndist okkur nokkuð erfitt, við lentum í vondum veðrum og vorum tæpir á því að komast upp þannig að upplifunin var ljúfsár að einhverju leyti en að jafnaði á maður bara góðar upplifanir af mínum ferðum, hvort sem maður kemst á topp eða ekki.“ „En ef þú spyrð mig, ráðlegg ég einhverjum að fara? Ég ráðlegg engum að fara á þetta fjall nema að fara í gegnum mjög miklar æfingar og prófa sig í hæð áður en farið er af stað,“ segir Hallgrímur að lokum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira