Forsætisráðherra telur „ekkert sérstakt“ koma fram í símtalinu fræga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 11:30 Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að „ekkert sérstakt“ sé að finna í frægu símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um 500 milljóna evra lán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi korter í hrun. Þetta hafi hann heyrt frá þeim sem hlustað hafa á símtal Davíðs og Geirs. Lengi hefur verið kallað eftir því að símtalið verði gert opinbert svo varpa megi betra ljósi á hvers vegna nærri gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar var lánaður Kaupþingi. Forsætisráðherra var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvort hann hefði sjálfur heyrt símtalið: „Nei, ég hef ekki heyrt það sjálfur en eftir því sem mér skilst þá leiðir það ekkert sérstakt í ljós um grundvöll þessarar ákvörðunar umfram það sem liggur fyrir; að þarna voru bankar víða um heim að falla eins og domínó-kubbar. Rétt eins og í öðrum löndum þá er ákveðið að veita lán til þess að halda bankanum gangandi. Ég geri ekki ráð fyrir að í þessu samtali komi neitt sérstakt fram sem réttlæti það umfram bara að þetta er það sem var að gerast,“ svaraði Sigmundur. Hann útilokaði þó ekki að símtalið yrði gert opinbert ef til stæði til dæmis að rannsaka hvort að íslenska ríkið ætti rétt á skaðabótum vegna lánsins. „Það hefur ekki staðið á því að koma með rannsókn á þessu, ég tala nú ekki um ef það væri krafa ríkisins um skaðabætur, að menn myndu þá hafa aðgang að þessu eins og öðrum upplýsingum um málið.“ Hlusta má viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan en hann ræddi meðal annars um Víglundarskýrsluna svokölluðu. Tengdar fréttir Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51 Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10 Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að „ekkert sérstakt“ sé að finna í frægu símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um 500 milljóna evra lán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi korter í hrun. Þetta hafi hann heyrt frá þeim sem hlustað hafa á símtal Davíðs og Geirs. Lengi hefur verið kallað eftir því að símtalið verði gert opinbert svo varpa megi betra ljósi á hvers vegna nærri gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar var lánaður Kaupþingi. Forsætisráðherra var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvort hann hefði sjálfur heyrt símtalið: „Nei, ég hef ekki heyrt það sjálfur en eftir því sem mér skilst þá leiðir það ekkert sérstakt í ljós um grundvöll þessarar ákvörðunar umfram það sem liggur fyrir; að þarna voru bankar víða um heim að falla eins og domínó-kubbar. Rétt eins og í öðrum löndum þá er ákveðið að veita lán til þess að halda bankanum gangandi. Ég geri ekki ráð fyrir að í þessu samtali komi neitt sérstakt fram sem réttlæti það umfram bara að þetta er það sem var að gerast,“ svaraði Sigmundur. Hann útilokaði þó ekki að símtalið yrði gert opinbert ef til stæði til dæmis að rannsaka hvort að íslenska ríkið ætti rétt á skaðabótum vegna lánsins. „Það hefur ekki staðið á því að koma með rannsókn á þessu, ég tala nú ekki um ef það væri krafa ríkisins um skaðabætur, að menn myndu þá hafa aðgang að þessu eins og öðrum upplýsingum um málið.“ Hlusta má viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan en hann ræddi meðal annars um Víglundarskýrsluna svokölluðu.
Tengdar fréttir Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51 Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10 Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51
Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10
Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21