Forsætisráðherra telur „ekkert sérstakt“ koma fram í símtalinu fræga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 11:30 Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að „ekkert sérstakt“ sé að finna í frægu símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um 500 milljóna evra lán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi korter í hrun. Þetta hafi hann heyrt frá þeim sem hlustað hafa á símtal Davíðs og Geirs. Lengi hefur verið kallað eftir því að símtalið verði gert opinbert svo varpa megi betra ljósi á hvers vegna nærri gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar var lánaður Kaupþingi. Forsætisráðherra var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvort hann hefði sjálfur heyrt símtalið: „Nei, ég hef ekki heyrt það sjálfur en eftir því sem mér skilst þá leiðir það ekkert sérstakt í ljós um grundvöll þessarar ákvörðunar umfram það sem liggur fyrir; að þarna voru bankar víða um heim að falla eins og domínó-kubbar. Rétt eins og í öðrum löndum þá er ákveðið að veita lán til þess að halda bankanum gangandi. Ég geri ekki ráð fyrir að í þessu samtali komi neitt sérstakt fram sem réttlæti það umfram bara að þetta er það sem var að gerast,“ svaraði Sigmundur. Hann útilokaði þó ekki að símtalið yrði gert opinbert ef til stæði til dæmis að rannsaka hvort að íslenska ríkið ætti rétt á skaðabótum vegna lánsins. „Það hefur ekki staðið á því að koma með rannsókn á þessu, ég tala nú ekki um ef það væri krafa ríkisins um skaðabætur, að menn myndu þá hafa aðgang að þessu eins og öðrum upplýsingum um málið.“ Hlusta má viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan en hann ræddi meðal annars um Víglundarskýrsluna svokölluðu. Tengdar fréttir Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51 Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10 Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að „ekkert sérstakt“ sé að finna í frægu símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um 500 milljóna evra lán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi korter í hrun. Þetta hafi hann heyrt frá þeim sem hlustað hafa á símtal Davíðs og Geirs. Lengi hefur verið kallað eftir því að símtalið verði gert opinbert svo varpa megi betra ljósi á hvers vegna nærri gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar var lánaður Kaupþingi. Forsætisráðherra var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var þar spurður hvort hann hefði sjálfur heyrt símtalið: „Nei, ég hef ekki heyrt það sjálfur en eftir því sem mér skilst þá leiðir það ekkert sérstakt í ljós um grundvöll þessarar ákvörðunar umfram það sem liggur fyrir; að þarna voru bankar víða um heim að falla eins og domínó-kubbar. Rétt eins og í öðrum löndum þá er ákveðið að veita lán til þess að halda bankanum gangandi. Ég geri ekki ráð fyrir að í þessu samtali komi neitt sérstakt fram sem réttlæti það umfram bara að þetta er það sem var að gerast,“ svaraði Sigmundur. Hann útilokaði þó ekki að símtalið yrði gert opinbert ef til stæði til dæmis að rannsaka hvort að íslenska ríkið ætti rétt á skaðabótum vegna lánsins. „Það hefur ekki staðið á því að koma með rannsókn á þessu, ég tala nú ekki um ef það væri krafa ríkisins um skaðabætur, að menn myndu þá hafa aðgang að þessu eins og öðrum upplýsingum um málið.“ Hlusta má viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan en hann ræddi meðal annars um Víglundarskýrsluna svokölluðu.
Tengdar fréttir Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51 Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10 Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin Sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. 16. febrúar 2015 11:51
Skoða skaðabótakröfu vegna Al-Thani málsins Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að kanna í samstarfi við Seðlabankann hvort skaðabótaskylda hafi skapast vegna dóms Hæstaréttar í Al-Thani málinu. 17. febrúar 2015 13:10
Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21