Sjávarútvegsráðherra segir stjórnarflokkana ekki samstíga Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 18:40 Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira