FM95BLÖ setti Herjólfsdal á hliðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. ágúst 2015 15:52 „Á fjórtán árum þá er þetta skemmtilegasta gigg sem ég hef tekið,“ segir Auðunn Blöndal en hann steig á svið í Herjólfsdal í gærkvöldi ásamt Sverri Bergmanni, Agli Einarssyni og Steinda Jr. Stemningin í dalnum var slík að hefði verið þak á honum hefði það rifnað af. Óstaðfestar gróusögur herma að lætin hafi heyrst alla leið upp á land en við seljum það ekki dýrar en við keyptum það. „Við Sverrir [Bergmann] ræddum það í morgun að þetta hafi verið það skemmtilegasta sem við höfum gert. Fyrsta lagið sem við tókum var Án þín og allur dalurinn söng með. Það var stórkostlegt,“ segir Auðunn en Sverrir sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2001 með Án þín. Lagið er íslensk útgáfa af Always með Bon Jovi en textinn er eftir Auðunn. Þjóðhátíðin í ár er tíunda þjóðhátíð Auðuns en í fyrsta skipti sem hann kemur fram. Hann fór fyrst með vinum sínum frá Sauðárkróki árið 2001 til að fylgjast með Sverri flytja sigurlagið fyrir gesti hátíðarinnar. „Þetta var á listanum yfir hluti sem mig langaði að gera áður en ég dey. Nú er það búið og þetta var algjörlega framar björtustu vonum,“ segir Auðunn að lokum. Hægt er að sjá flutning drengjanna af þjóðhátíðarlagi sínu í spilaranum hér að ofan. Það var framleiðsluteymið IRIS sem sá um gerð myndbandsins og StopWaitGo-gengið sem sá um útsetningu lagsins. Strákarnir í FM95BLÖ gerðu texta lagsins. Tengdar fréttir Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52 Gerðu þjóðhátíðarmyndband FM95Blö á fimm dögum Strákarnir í IRIS Films sáu um framleiðsluna á Þjóðhátíðarlagi FM95Blö. Þeir eru nýútskrifaðir úr menntaskóla. 30. júlí 2015 09:00 FM95BLÖ á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Hlustaðu og horfðu á þá félaga frá Vestmannaeyjum. 31. júlí 2015 15:15 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Á fjórtán árum þá er þetta skemmtilegasta gigg sem ég hef tekið,“ segir Auðunn Blöndal en hann steig á svið í Herjólfsdal í gærkvöldi ásamt Sverri Bergmanni, Agli Einarssyni og Steinda Jr. Stemningin í dalnum var slík að hefði verið þak á honum hefði það rifnað af. Óstaðfestar gróusögur herma að lætin hafi heyrst alla leið upp á land en við seljum það ekki dýrar en við keyptum það. „Við Sverrir [Bergmann] ræddum það í morgun að þetta hafi verið það skemmtilegasta sem við höfum gert. Fyrsta lagið sem við tókum var Án þín og allur dalurinn söng með. Það var stórkostlegt,“ segir Auðunn en Sverrir sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2001 með Án þín. Lagið er íslensk útgáfa af Always með Bon Jovi en textinn er eftir Auðunn. Þjóðhátíðin í ár er tíunda þjóðhátíð Auðuns en í fyrsta skipti sem hann kemur fram. Hann fór fyrst með vinum sínum frá Sauðárkróki árið 2001 til að fylgjast með Sverri flytja sigurlagið fyrir gesti hátíðarinnar. „Þetta var á listanum yfir hluti sem mig langaði að gera áður en ég dey. Nú er það búið og þetta var algjörlega framar björtustu vonum,“ segir Auðunn að lokum. Hægt er að sjá flutning drengjanna af þjóðhátíðarlagi sínu í spilaranum hér að ofan. Það var framleiðsluteymið IRIS sem sá um gerð myndbandsins og StopWaitGo-gengið sem sá um útsetningu lagsins. Strákarnir í FM95BLÖ gerðu texta lagsins.
Tengdar fréttir Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52 Gerðu þjóðhátíðarmyndband FM95Blö á fimm dögum Strákarnir í IRIS Films sáu um framleiðsluna á Þjóðhátíðarlagi FM95Blö. Þeir eru nýútskrifaðir úr menntaskóla. 30. júlí 2015 09:00 FM95BLÖ á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Hlustaðu og horfðu á þá félaga frá Vestmannaeyjum. 31. júlí 2015 15:15 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Frumsýning á Þjóðhátíðarlagi FM95BLÖ Útvarpsþátturinn FM96BLÖ snýr aftur úr sumarfríi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 26. júlí 2015 20:52
Gerðu þjóðhátíðarmyndband FM95Blö á fimm dögum Strákarnir í IRIS Films sáu um framleiðsluna á Þjóðhátíðarlagi FM95Blö. Þeir eru nýútskrifaðir úr menntaskóla. 30. júlí 2015 09:00
FM95BLÖ á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Hlustaðu og horfðu á þá félaga frá Vestmannaeyjum. 31. júlí 2015 15:15