Okkur mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2015 14:30 „Mér finnst það bara góð tilfinning að vera að láta af störfum,“ segir séra Gunnar. Vísir/Stefán „Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“ Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
„Mér finnst það bara ágæt tilfinning að vera að láta af embætti. Ég er búinn að þjóna lengi sem prestur og hef verið prófastur í 17 ár. Svo hef ég næg verkefni fram undan,“ segir séra Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann átti sjötugsafmæli síðastliðinn sunnudag og þeim tímamótum fylgja óhjákvæmilega breytingar fyrir mann í hans stöðu. Hann verður þó prestur áfram til vors en lætur af embætti prófasts nú 1. febrúar. Biskup skipar í það embætti að fengnum uppástungum prestanna í prófastsdæminu. Það fyrirkomulag hefur verið við lýði frá upphafi siðbótartímans árið 1541, að sögn séra Gunnars. Séra Þórhildur Ólafs hefur verið skipuð prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá og með 1. febrúar. Hún er prestur í Hafnarfirði og telur Gunnar embættinu vel komið í hennar höndum. Gunnar og kona hans, Anna Margrét Höskuldsdóttir kennari, hafa búið á prestssetrinu að Reynivöllum í Kjós frá árinu 1978 en færa sig um set með vorinu. „Reynivellir var eina prestakallið sem var laust þegar við komum frá Þýskalandi haustið 1978 að afloknu doktorsprófi mínu, við ætluðum að vera hér til að byrja með, kannski eitt til tvö ár eða svo, en höfum kunnað vel við okkur í Kjósinni,“ segir Gunnar og upplýsir að nú ætli þau að flytjast í þéttbýlið. „Við erum ekki enn búin að ákveða hvar við setjumst að en verðum vonandi búin að því með vorinu, búslóðin verður hafin til klakks á fardögum,“ segir hann glaðlega. Gunnar hefur alla tíð sinnt fræðistörfum, haldið erindi og fyrirlestra og skrifað, meðal annars kom nýlega út eftir hann bókin Marteinn Lúther – svipmyndir úr siðbótarsögu. Skyldi hann hafa safnað verkefnum í sarpinn til að sinna þegar um hægist? „Já,“ viðurkennir hann. „Meðal annars hef ég lengi haft í huga að sinna séra Matthíasi Jochumssyni svolítið betur en áður, því hann var merkilegur brautryðjandi í guðfræði, bókmenntum og menningarmálum almennt og hefur átt hug og hjarta þjóðarinnar alla tíð. Fyrir nokkrum árum kom út ítarleg og góð ævisaga en mér finnst komið að guðfræðingi að rekja hugmyndir hans og hugsjónir í guðfræði, trúarheimspeki og skáldskaparfræðum. Auk fræðimennskunnar munum við Anna halda áfram að sinna því sem við höfum gert, ferðalögum innan lands og utan, hestamennsku og gönguferðum og mun ekki skorta áhugaverð viðfangsefni.“
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira