Leikkonan Jennifer Lawrence hefur skrifað upp á samning þess efnis að hún fái 20 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlutverk sitt í myndinni Passengers.
Auk Lawrence hefur verið tilkynnt að Chris Pratt fari einnig með aðalhlutverk í myndinni en Lawrence fær tvisvar sinnum hærri laun fyrir framlag sitt.
Samningurinn hefur komið leikkonunni í hóp leikara á borð við Leonardo DiCaprio, Bradley Cooper og Robert Downey Jr. sem allir þiggja dágóðar summur fyrir verkefni sín.
Þessi tíðindi koma stuttu eftir umræðu um launamun kynjanna í Hollywood þegar tölvupóstar frá Sony láku á internetið og kunngert var að Lawrence og Amy Adams fengju lægri laun en karlkyns mótleikarar þeirra í myndinni American Hustle.
Framleiðsla á Passengers er ekki hafin en myndinni verður leikstýrt af Susanne Bier.
Launahá Lawrence
Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni





