Enski boltinn

Gerrard: Ekkert gaman að koma bara inn á sem varamaður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Steven Gerrard er á förum.
Steven Gerrard er á förum. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, á aðeins tvo leiki eftir sem leikmaður liðsins áður en hann heldur til LA Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Gerrard segir ástæðu þess að hann ákvað að fara vera þá að hann hefur ekki fundið til sömu ánægju á þessu tímabili og áður. Hann hefur mikið verið notaður sem varamaður.

Fyrirliðinn lagði landsliðskóna á hilluna í júlí á síaðsta ári til að lengja ferilinn sinn, en þrátt fyrir það hefur Brendan Rodgers notað hann sem varamann.

„Ég fer í vinnuna á mánudögum og hlakka til næsta laugardags. Ég hlakka til að undirbúa mig fyrir baráttu með frábærum félögum í kringum frábært fólk. Það veitir mér ánægju,“ segir Gerrard.

„Þegar stjórinn kallar þig svo inn á skrifstofu og segir að þú fáir minna að spila en áður tekurðu svona ákvörðun.“

„Þetta er ekki sjálfselska, það er bara ekki jafngaman að koma inn á sem varamaður og þannig hafa hlutirnir breyst hjá mér,“ segir Steven Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×