Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu Birgir Olgeirsson skrifar 2. júlí 2015 09:38 Baldur Guðmundsson býr við Fossvoginn og hefur fundið 37 bit á líkama sínum. Vísir/Facebook/map.is Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15