Lögin á plötunni samin fyrir fimm tríó Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. júlí 2015 11:00 Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Mynd/Bent Marinós Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu og nefnist hún einfaldlega Ásgeir Ásgeirsson tríó. Á plötunni leikur hann sér með þemað tríó, en hann hefur samið tíu lög fyrir fimm tríó sem öll eru starfandi um þessar mundir. „Þetta gefur plötunni öðruvísi blæ því að tríóin eru með mismunandi stíl,“ segir Ásgeir um plötuna. Annað þema sem er á plötunni er að lögin eru öll samin með röddinni einni saman. Hann semur laglínurnar fyrst og gítar og píanó eru víðs fjarri við lagasmíðarnar. „Þetta er svolítið eins og popptónlist þegar laglínan verður til á undan. Laglínurnar verða oft einfaldari og meira grípandi þegar þær eru samdar á undan,“ bætir Ásgeir við. Hann hóf upptökur á plötunni í desember og tók vinnan nánast allan síðasta vetur. „Hugmyndin um þessa plötu og þetta þema er samt örugglega þriggja ára.“ Með Ásgeiri á plötunni leika þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Haukur Gröndal á saxófón, Snorri Sigurðarson á flugelhorn, Gunnar Gunnarsson á píanó, Karl Olgeirsson á Hammondorgel, Ólafur Hólm á trommur, Stefanía Svavarsdóttir og Kristbjörn Helgason sjá um söng og um bassaleik sjá þeir Þórður Högnason, Richard Anderson, Gunnar Hrafnsson og Þorgrímur Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Verið margoft tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í poppi og djassi og flokknum önnur tónlist. Ásgeir kemur reglulega fram með Páli Óskari, Ragnheiði Gröndal og Guðrúnu Gunnars sem og með alþjóðlegu balkansveitinni sinni Skuggamyndum frá Býsans. Ásgeir ætlar að fagna útgáfunni með tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 13. ágúst næstkomandi. Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu og nefnist hún einfaldlega Ásgeir Ásgeirsson tríó. Á plötunni leikur hann sér með þemað tríó, en hann hefur samið tíu lög fyrir fimm tríó sem öll eru starfandi um þessar mundir. „Þetta gefur plötunni öðruvísi blæ því að tríóin eru með mismunandi stíl,“ segir Ásgeir um plötuna. Annað þema sem er á plötunni er að lögin eru öll samin með röddinni einni saman. Hann semur laglínurnar fyrst og gítar og píanó eru víðs fjarri við lagasmíðarnar. „Þetta er svolítið eins og popptónlist þegar laglínan verður til á undan. Laglínurnar verða oft einfaldari og meira grípandi þegar þær eru samdar á undan,“ bætir Ásgeir við. Hann hóf upptökur á plötunni í desember og tók vinnan nánast allan síðasta vetur. „Hugmyndin um þessa plötu og þetta þema er samt örugglega þriggja ára.“ Með Ásgeiri á plötunni leika þau Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir á fiðlu, Haukur Gröndal á saxófón, Snorri Sigurðarson á flugelhorn, Gunnar Gunnarsson á píanó, Karl Olgeirsson á Hammondorgel, Ólafur Hólm á trommur, Stefanía Svavarsdóttir og Kristbjörn Helgason sjá um söng og um bassaleik sjá þeir Þórður Högnason, Richard Anderson, Gunnar Hrafnsson og Þorgrímur Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið einn mest áberandi gítarleikari þjóðarinnar um árabil. Verið margoft tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna í poppi og djassi og flokknum önnur tónlist. Ásgeir kemur reglulega fram með Páli Óskari, Ragnheiði Gröndal og Guðrúnu Gunnars sem og með alþjóðlegu balkansveitinni sinni Skuggamyndum frá Býsans. Ásgeir ætlar að fagna útgáfunni með tónleikum í Silfurbergi í Hörpu þann 13. ágúst næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira