Nýtum frídagana til að skoða landið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 07:30 Jacob Schoop segist klár í 90 mínútur gegn Blikum. Vísir/Stefán „Þetta var mikil upplifun og virkilega skemmtilegur leikur að spila þrátt fyrir að við töpuðum og ég væri veikur,“ segir danski miðjumaðurinn Jacob Schoop í viðtali við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið gegn FH. Schoop skoraði í sínum fyrsta leik laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá samlanda sínum Sören Frederiksen, en það dugði ekki til fyrir KR sem tapaði, 3-1. „Það var erfitt að spila leikinn vegna veðurs. Rokið var mikið en mér fannst við standa okkur vel. Við gáfum allt í þetta og áttum skilið stig. Það var ekki mikið í spilunum hjá þeim áður en þeir jafna upp úr engu. Við gerðum mikið af góðum hlutum en því miður fengum við ekkert út úr þessu,“ segir Daninn.Veiktist fyrir leik KR var 1-0 yfir með Schoop inni á vellinum en hann þurfti að fara út af eftir klukkustund. Án hans skoraði FH þrjú mörk og sigraði. „Ég gat bara spilað í klukkutíma og það var meira en ég bjóst við,“ segir Schoop sem fékk mikinn verk í magann á laugardaginn var. „Það var eitthvað sem ég borðaði á laugardaginn. Mér leið ekkert illa sama kvöld en ældi svo alla nóttina og var því ansi orkulaus. Ég svaf mikið og borðaði mikið á sunnudaginn til að geta verið klár í leikinn á mánudaginn. Þetta var ekki alveg besti undirbúningurinn,“ segir Schoop.Vildi aðra hluti en þjálfarinn Danski miðjumaðurinn kom til KR skömmu fyrir mót frá OB í Óðinsvéum þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár. Hann fékk fá tækifæri á leiktíðinni sem stendur enn yfir í dönsku úrvalsdeildinni og var aðeins búinn að spila í 23 mínútur eftir vetrarfríið. „Ég var búinn að reyna í nokkrar vikur að komast í burtu því ég vil spila og vera hluti af liði þar sem ég fæ stærra hlutverk. Þjálfarinn minn hjá OB vildi ekki nota leikmann eins og mig sem vill spila fótbolta. Hann vill verjast og beita skyndisóknum,“ segir Schoop,“ sem, eins og fleiri Danir, kemur í gegnum Henrik Bödker, núverandi markvarðaþjálfara KR sem var áður hjá Stjörnunni. „Ég þekki Henrik vel og hann sannfærði mig um að þetta væri rétt skref. Ég sé ekki eftir þessu núna. Þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti. Dönskum leikmönnum hefur gengið vel hér, en fyrst og fremst vildi ég bara upplifa ánægjuna af að spila fótbolta á ný.“Ekki skref afturábak Schoop er á besta aldri fyrir fótboltamann, 26 ára, og á sín bestu ár fram undan. Hann fagnar því að vera kominn til Íslands í lykilhlutverk hjá stóru liði og telur sig ekki vera að taka niður fyrir sig. „Þetta er ekki skref afturábak fyrir mig. Það hljómar kannski svolítið klikkað þegar maður er að koma úr dönsku úrvalsdeildinni til Íslands, en þetta er skref fram veginn fyrir mig því hér fæ ég að spila. Svo ef ég stend mig kemst ég kannski lengra. Hér er ég í góðri aðstöðu til að gera góða hluti því félagið er flott, aðstæður góðar og samherjarnir virkilega flottir,“ segir Daninn.Býr með Sören Schoop hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við KR. Hann hefur nú búið hér í þrjár vikur og nýtur sín vel. „Mér líkar mjög vel við Ísland. Það er reyndar svolítið mikið rok en fólkið er gott,“ segir Schoop sem deilir íbúð með samlanda sínum og samherja, Sören Frederiksen. „Úff, nei, djók, hann er hérna við hliðina á mér,“ segir Schoop, spurður hvernig það sé að búa með honum. „Hann er góður gaur sem ég er mikið með. Við skemmtum okkur vel og nýtum frídagana til að skoða landið. Hér er margt að skoða og gaman að vera,“ segir Jacob Schoop. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
„Þetta var mikil upplifun og virkilega skemmtilegur leikur að spila þrátt fyrir að við töpuðum og ég væri veikur,“ segir danski miðjumaðurinn Jacob Schoop í viðtali við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið gegn FH. Schoop skoraði í sínum fyrsta leik laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá samlanda sínum Sören Frederiksen, en það dugði ekki til fyrir KR sem tapaði, 3-1. „Það var erfitt að spila leikinn vegna veðurs. Rokið var mikið en mér fannst við standa okkur vel. Við gáfum allt í þetta og áttum skilið stig. Það var ekki mikið í spilunum hjá þeim áður en þeir jafna upp úr engu. Við gerðum mikið af góðum hlutum en því miður fengum við ekkert út úr þessu,“ segir Daninn.Veiktist fyrir leik KR var 1-0 yfir með Schoop inni á vellinum en hann þurfti að fara út af eftir klukkustund. Án hans skoraði FH þrjú mörk og sigraði. „Ég gat bara spilað í klukkutíma og það var meira en ég bjóst við,“ segir Schoop sem fékk mikinn verk í magann á laugardaginn var. „Það var eitthvað sem ég borðaði á laugardaginn. Mér leið ekkert illa sama kvöld en ældi svo alla nóttina og var því ansi orkulaus. Ég svaf mikið og borðaði mikið á sunnudaginn til að geta verið klár í leikinn á mánudaginn. Þetta var ekki alveg besti undirbúningurinn,“ segir Schoop.Vildi aðra hluti en þjálfarinn Danski miðjumaðurinn kom til KR skömmu fyrir mót frá OB í Óðinsvéum þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár. Hann fékk fá tækifæri á leiktíðinni sem stendur enn yfir í dönsku úrvalsdeildinni og var aðeins búinn að spila í 23 mínútur eftir vetrarfríið. „Ég var búinn að reyna í nokkrar vikur að komast í burtu því ég vil spila og vera hluti af liði þar sem ég fæ stærra hlutverk. Þjálfarinn minn hjá OB vildi ekki nota leikmann eins og mig sem vill spila fótbolta. Hann vill verjast og beita skyndisóknum,“ segir Schoop,“ sem, eins og fleiri Danir, kemur í gegnum Henrik Bödker, núverandi markvarðaþjálfara KR sem var áður hjá Stjörnunni. „Ég þekki Henrik vel og hann sannfærði mig um að þetta væri rétt skref. Ég sé ekki eftir þessu núna. Þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti. Dönskum leikmönnum hefur gengið vel hér, en fyrst og fremst vildi ég bara upplifa ánægjuna af að spila fótbolta á ný.“Ekki skref afturábak Schoop er á besta aldri fyrir fótboltamann, 26 ára, og á sín bestu ár fram undan. Hann fagnar því að vera kominn til Íslands í lykilhlutverk hjá stóru liði og telur sig ekki vera að taka niður fyrir sig. „Þetta er ekki skref afturábak fyrir mig. Það hljómar kannski svolítið klikkað þegar maður er að koma úr dönsku úrvalsdeildinni til Íslands, en þetta er skref fram veginn fyrir mig því hér fæ ég að spila. Svo ef ég stend mig kemst ég kannski lengra. Hér er ég í góðri aðstöðu til að gera góða hluti því félagið er flott, aðstæður góðar og samherjarnir virkilega flottir,“ segir Daninn.Býr með Sören Schoop hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við KR. Hann hefur nú búið hér í þrjár vikur og nýtur sín vel. „Mér líkar mjög vel við Ísland. Það er reyndar svolítið mikið rok en fólkið er gott,“ segir Schoop sem deilir íbúð með samlanda sínum og samherja, Sören Frederiksen. „Úff, nei, djók, hann er hérna við hliðina á mér,“ segir Schoop, spurður hvernig það sé að búa með honum. „Hann er góður gaur sem ég er mikið með. Við skemmtum okkur vel og nýtum frídagana til að skoða landið. Hér er margt að skoða og gaman að vera,“ segir Jacob Schoop.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira