Nýtum frídagana til að skoða landið Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 07:30 Jacob Schoop segist klár í 90 mínútur gegn Blikum. Vísir/Stefán „Þetta var mikil upplifun og virkilega skemmtilegur leikur að spila þrátt fyrir að við töpuðum og ég væri veikur,“ segir danski miðjumaðurinn Jacob Schoop í viðtali við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið gegn FH. Schoop skoraði í sínum fyrsta leik laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá samlanda sínum Sören Frederiksen, en það dugði ekki til fyrir KR sem tapaði, 3-1. „Það var erfitt að spila leikinn vegna veðurs. Rokið var mikið en mér fannst við standa okkur vel. Við gáfum allt í þetta og áttum skilið stig. Það var ekki mikið í spilunum hjá þeim áður en þeir jafna upp úr engu. Við gerðum mikið af góðum hlutum en því miður fengum við ekkert út úr þessu,“ segir Daninn.Veiktist fyrir leik KR var 1-0 yfir með Schoop inni á vellinum en hann þurfti að fara út af eftir klukkustund. Án hans skoraði FH þrjú mörk og sigraði. „Ég gat bara spilað í klukkutíma og það var meira en ég bjóst við,“ segir Schoop sem fékk mikinn verk í magann á laugardaginn var. „Það var eitthvað sem ég borðaði á laugardaginn. Mér leið ekkert illa sama kvöld en ældi svo alla nóttina og var því ansi orkulaus. Ég svaf mikið og borðaði mikið á sunnudaginn til að geta verið klár í leikinn á mánudaginn. Þetta var ekki alveg besti undirbúningurinn,“ segir Schoop.Vildi aðra hluti en þjálfarinn Danski miðjumaðurinn kom til KR skömmu fyrir mót frá OB í Óðinsvéum þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár. Hann fékk fá tækifæri á leiktíðinni sem stendur enn yfir í dönsku úrvalsdeildinni og var aðeins búinn að spila í 23 mínútur eftir vetrarfríið. „Ég var búinn að reyna í nokkrar vikur að komast í burtu því ég vil spila og vera hluti af liði þar sem ég fæ stærra hlutverk. Þjálfarinn minn hjá OB vildi ekki nota leikmann eins og mig sem vill spila fótbolta. Hann vill verjast og beita skyndisóknum,“ segir Schoop,“ sem, eins og fleiri Danir, kemur í gegnum Henrik Bödker, núverandi markvarðaþjálfara KR sem var áður hjá Stjörnunni. „Ég þekki Henrik vel og hann sannfærði mig um að þetta væri rétt skref. Ég sé ekki eftir þessu núna. Þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti. Dönskum leikmönnum hefur gengið vel hér, en fyrst og fremst vildi ég bara upplifa ánægjuna af að spila fótbolta á ný.“Ekki skref afturábak Schoop er á besta aldri fyrir fótboltamann, 26 ára, og á sín bestu ár fram undan. Hann fagnar því að vera kominn til Íslands í lykilhlutverk hjá stóru liði og telur sig ekki vera að taka niður fyrir sig. „Þetta er ekki skref afturábak fyrir mig. Það hljómar kannski svolítið klikkað þegar maður er að koma úr dönsku úrvalsdeildinni til Íslands, en þetta er skref fram veginn fyrir mig því hér fæ ég að spila. Svo ef ég stend mig kemst ég kannski lengra. Hér er ég í góðri aðstöðu til að gera góða hluti því félagið er flott, aðstæður góðar og samherjarnir virkilega flottir,“ segir Daninn.Býr með Sören Schoop hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við KR. Hann hefur nú búið hér í þrjár vikur og nýtur sín vel. „Mér líkar mjög vel við Ísland. Það er reyndar svolítið mikið rok en fólkið er gott,“ segir Schoop sem deilir íbúð með samlanda sínum og samherja, Sören Frederiksen. „Úff, nei, djók, hann er hérna við hliðina á mér,“ segir Schoop, spurður hvernig það sé að búa með honum. „Hann er góður gaur sem ég er mikið með. Við skemmtum okkur vel og nýtum frídagana til að skoða landið. Hér er margt að skoða og gaman að vera,“ segir Jacob Schoop. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
„Þetta var mikil upplifun og virkilega skemmtilegur leikur að spila þrátt fyrir að við töpuðum og ég væri veikur,“ segir danski miðjumaðurinn Jacob Schoop í viðtali við Fréttablaðið, en hann spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni á mánudagskvöldið gegn FH. Schoop skoraði í sínum fyrsta leik laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá samlanda sínum Sören Frederiksen, en það dugði ekki til fyrir KR sem tapaði, 3-1. „Það var erfitt að spila leikinn vegna veðurs. Rokið var mikið en mér fannst við standa okkur vel. Við gáfum allt í þetta og áttum skilið stig. Það var ekki mikið í spilunum hjá þeim áður en þeir jafna upp úr engu. Við gerðum mikið af góðum hlutum en því miður fengum við ekkert út úr þessu,“ segir Daninn.Veiktist fyrir leik KR var 1-0 yfir með Schoop inni á vellinum en hann þurfti að fara út af eftir klukkustund. Án hans skoraði FH þrjú mörk og sigraði. „Ég gat bara spilað í klukkutíma og það var meira en ég bjóst við,“ segir Schoop sem fékk mikinn verk í magann á laugardaginn var. „Það var eitthvað sem ég borðaði á laugardaginn. Mér leið ekkert illa sama kvöld en ældi svo alla nóttina og var því ansi orkulaus. Ég svaf mikið og borðaði mikið á sunnudaginn til að geta verið klár í leikinn á mánudaginn. Þetta var ekki alveg besti undirbúningurinn,“ segir Schoop.Vildi aðra hluti en þjálfarinn Danski miðjumaðurinn kom til KR skömmu fyrir mót frá OB í Óðinsvéum þar sem hann hefur spilað undanfarin fjögur ár. Hann fékk fá tækifæri á leiktíðinni sem stendur enn yfir í dönsku úrvalsdeildinni og var aðeins búinn að spila í 23 mínútur eftir vetrarfríið. „Ég var búinn að reyna í nokkrar vikur að komast í burtu því ég vil spila og vera hluti af liði þar sem ég fæ stærra hlutverk. Þjálfarinn minn hjá OB vildi ekki nota leikmann eins og mig sem vill spila fótbolta. Hann vill verjast og beita skyndisóknum,“ segir Schoop,“ sem, eins og fleiri Danir, kemur í gegnum Henrik Bödker, núverandi markvarðaþjálfara KR sem var áður hjá Stjörnunni. „Ég þekki Henrik vel og hann sannfærði mig um að þetta væri rétt skref. Ég sé ekki eftir þessu núna. Þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti. Dönskum leikmönnum hefur gengið vel hér, en fyrst og fremst vildi ég bara upplifa ánægjuna af að spila fótbolta á ný.“Ekki skref afturábak Schoop er á besta aldri fyrir fótboltamann, 26 ára, og á sín bestu ár fram undan. Hann fagnar því að vera kominn til Íslands í lykilhlutverk hjá stóru liði og telur sig ekki vera að taka niður fyrir sig. „Þetta er ekki skref afturábak fyrir mig. Það hljómar kannski svolítið klikkað þegar maður er að koma úr dönsku úrvalsdeildinni til Íslands, en þetta er skref fram veginn fyrir mig því hér fæ ég að spila. Svo ef ég stend mig kemst ég kannski lengra. Hér er ég í góðri aðstöðu til að gera góða hluti því félagið er flott, aðstæður góðar og samherjarnir virkilega flottir,“ segir Daninn.Býr með Sören Schoop hafði aldrei komið til Íslands áður en hann samdi við KR. Hann hefur nú búið hér í þrjár vikur og nýtur sín vel. „Mér líkar mjög vel við Ísland. Það er reyndar svolítið mikið rok en fólkið er gott,“ segir Schoop sem deilir íbúð með samlanda sínum og samherja, Sören Frederiksen. „Úff, nei, djók, hann er hérna við hliðina á mér,“ segir Schoop, spurður hvernig það sé að búa með honum. „Hann er góður gaur sem ég er mikið með. Við skemmtum okkur vel og nýtum frídagana til að skoða landið. Hér er margt að skoða og gaman að vera,“ segir Jacob Schoop.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira