Upprifjun: Robbi Gunn var í Fylkisliðinu sem skellti Arnari og félögum 6-1 fyrir 19 árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 12:30 Fylkir og Breiðablik mætast í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Fylkisvelli klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöldið en var færður vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli. Árbæingar vildu vera með völlinn í góðu standi fyrir fjögurra leikja törn um miðjan mánuðinn. Þetta er í annað skiptið á síðustu 19 árum sem Breiðablik og Fylkir eigast við í fyrstu umferð, en þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar árið 1996 fengu Blikar skell. Fylkir var þá nýliði í deildinni en byrjaði af krafti og vann 6-1 sigur. Það er stærsti sigur nýliða í fyrstu umferð síðustu 30 árin.1-0 yfir í hálfleik Það sem er í raun ótrúlegast við leikinn er að Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé fallegu marki Sævars Péturssonar, bróður Lindu Pé, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í dag. Nýliðunum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en þeir settu sex mörk á Blikana. Andri Marteinsson, sem hafði komið frá Þór um veturinn, kom gestunum á bragðið á 53. mínútu og Enes Cogis kom Fylki yfir, 2-1, þremur mínútum síðar. Fylkisgoðsögnin Kristinn Tómasson kom Árbæjarliðinu í 3-1 á 57. mínútu, en þá voru Fylkismenn búnir að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Erfiður dagur fyrir Hajrudin Cardaklija í markinu sem gekk í raðir Leifturs eftir tímabilið. Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við fjórða markinu áður en Kristinn Tómasson og Erlendur Þór Gunnarsson innsigluðu stórsigur Fylkis, 6-1, á 80. og 82. mínútu.Bæði lið fóru niður Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, var fyrirliði Breiðabliks þetta tímabilið, en í liðinu voru leikmenn á borð við Skagamanninn Pálma Haraldsson og Hákon Sverrisson. Eftir að sleppa naumlega við fall sumarið áður fóru Blikarnir niður í lok tímabilsins 1996. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkt lið og leikmenn á borð við Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólaf Stígson, Andra Marteinsson, Finn Kolbeinsson og Kristinn Tómasson fylgdu Fylkismenn Blikum niður um deild. Verðandi silfurhetja var í leikmannahópnum hjá Fylki, en varamarkvörður liðsins var Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta. Róbert var efnilegur knattspyrnumarkvörður á árum áður. Vonandi fyrir áhorfendur í kvöld verður boðið upp á sjö mörk eða fleiri, en Arnar Grétarsson vonast vafalítið eftir því að fá ekki sömu útreið í fyrstu umferð gegn Fylki og hann gerði sem fyrirliði liðsins fyrir 19 árum síðan. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Fylkir og Breiðablik mætast í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta á Fylkisvelli klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á sunnudagskvöldið en var færður vegna vallarskilyrða á Fylkisvelli. Árbæingar vildu vera með völlinn í góðu standi fyrir fjögurra leikja törn um miðjan mánuðinn. Þetta er í annað skiptið á síðustu 19 árum sem Breiðablik og Fylkir eigast við í fyrstu umferð, en þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í fyrstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar árið 1996 fengu Blikar skell. Fylkir var þá nýliði í deildinni en byrjaði af krafti og vann 6-1 sigur. Það er stærsti sigur nýliða í fyrstu umferð síðustu 30 árin.1-0 yfir í hálfleik Það sem er í raun ótrúlegast við leikinn er að Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé fallegu marki Sævars Péturssonar, bróður Lindu Pé, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA í dag. Nýliðunum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en þeir settu sex mörk á Blikana. Andri Marteinsson, sem hafði komið frá Þór um veturinn, kom gestunum á bragðið á 53. mínútu og Enes Cogis kom Fylki yfir, 2-1, þremur mínútum síðar. Fylkisgoðsögnin Kristinn Tómasson kom Árbæjarliðinu í 3-1 á 57. mínútu, en þá voru Fylkismenn búnir að skora þrjú mörk á fjögurra mínútna kafla. Erfiður dagur fyrir Hajrudin Cardaklija í markinu sem gekk í raðir Leifturs eftir tímabilið. Þórhallur Dan Jóhannsson bætti við fjórða markinu áður en Kristinn Tómasson og Erlendur Þór Gunnarsson innsigluðu stórsigur Fylkis, 6-1, á 80. og 82. mínútu.Bæði lið fóru niður Arnar Grétarsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, var fyrirliði Breiðabliks þetta tímabilið, en í liðinu voru leikmenn á borð við Skagamanninn Pálma Haraldsson og Hákon Sverrisson. Eftir að sleppa naumlega við fall sumarið áður fóru Blikarnir niður í lok tímabilsins 1996. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkt lið og leikmenn á borð við Kjartan Sturluson, Enes Cogic, Ólaf Stígson, Andra Marteinsson, Finn Kolbeinsson og Kristinn Tómasson fylgdu Fylkismenn Blikum niður um deild. Verðandi silfurhetja var í leikmannahópnum hjá Fylki, en varamarkvörður liðsins var Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta. Róbert var efnilegur knattspyrnumarkvörður á árum áður. Vonandi fyrir áhorfendur í kvöld verður boðið upp á sjö mörk eða fleiri, en Arnar Grétarsson vonast vafalítið eftir því að fá ekki sömu útreið í fyrstu umferð gegn Fylki og hann gerði sem fyrirliði liðsins fyrir 19 árum síðan. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Breiðablik hefur leik í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Fylki í Árbæinn. 7. maí 2015 11:30