
Í þeim samningum, sem hljóða upp á samtals 11,6 milljónir, var talað um vinnu frá september til loka desember 2014 annars vegar, og frá febrúar til júlí árið 2015 hins vegar.
Sú vinna skarast við vinnu fyrirtækisins um ferðamálastefnu fyrir atvinnuvegaráðuneytið. Þar var hlutverk fyrirtækisins að vinna að stefnumótun og greiningu á stöðu ferðamála á Íslandi. Greiddi atvinnuvegaráðuneytið 1,7 milljónir til fyrirtækisins í hverjum mánuði, alls átta greiðslur, en einnig fékk fyrirtækið eina milljón króna við undirritun.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnvöldum sé skylt að gera kaup á þjónustu yfir 150 þúsund krónum opinber. Birgitta Jónsdóttir fagnar slíku frumvarpi sem myndi þýða að svona samningar yrðu gerðir opinberir. „Það skiptir miklu máli að allir landsmenn sjái hvernig málum er háttað og ég tel eðlilegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa samninga“.

„Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svolítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða. Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flestum verkum,“ segir Grétar Þór.
Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár.