Litríkt og skemmtilegt hjá dj. flugvél og geimskip Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. október 2015 10:00 Vísir/Vilhelm Í íbúðinni sem er opin og björt kennir svo sannnarlega ýmissa grasa en þar má meðal annars reka augun í tvo ketti, verðlaunafisk, fjölda listaverka og skemmtilega skrautmuni sem koma hvaðanæva. Einnig er talsverður fjöldi af fjölbreyttum pottaplöntum í íbúðinni sem skapa skemmtilega safarístemningu og Steinunn hefur skrifað niður nokkra af sínum uppáhaldshlutum á lítinn miða sem hún fer yfir á meðan hún röltir um íbúðina og tekur til við að segja frá sínum uppáhaldshlutum og uppáhaldsstað. Á miðju stofugólfinu er stór hringlaga rauð motta. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn. Hér er hægt að gera jógaæfingar á morgnana og ýmislegt,“ segir hún og bætir við að mottan sé einnig vinsæl í partíum. „Ég held mig stundum á mottunni.“ „Á útgáfutónleikunum mínum bað ég alla um að mæta með heimagerða fiska. Einn gaurinn kom með þennan fisk og hann fékk verðlaun. Mér fannst hans svo geðveikt flottur. Þetta er pomeranian-fiskur og ég elska pomeranian-hunda,“ segir Steinunn og tekur skýrt fram að fiskurinn sé hennar allra mesti uppáhaldshlutur. Barinn er smíðaður af listamanninum Helga Þórssyni og stendur í stofunni. „Stundum erum við með reykvél hjá honum og þá kemur eins og vitaljós úr toppnum á honum.“Brúnn handsmíðaður hundur geymir vítamín húsráðenda en hann keypti Steinunn í Kolaportinu. „Hann er svo skemmtilegur á svipinn og geymir alltaf vítamínin. Konan sem seldi mér hann stakk upp á að það væri hægt að geyma síróp eða vítamín í honum.“„Ég fékk gítarinn í jólagjöf frá Þráni vini mínum og ég tek hann alltaf með mér hvert sem ég fer af því að ef það er einhvers staðar ekki gaman að vera eða einhver er ekki í góðu skapi þá er fólk komið í gott skap eftir svona tvær mínútur þegar maður spilar á hann,“ segir Steinunn á meðan hún spilar nokkra vel valda tóna. Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Í íbúðinni sem er opin og björt kennir svo sannnarlega ýmissa grasa en þar má meðal annars reka augun í tvo ketti, verðlaunafisk, fjölda listaverka og skemmtilega skrautmuni sem koma hvaðanæva. Einnig er talsverður fjöldi af fjölbreyttum pottaplöntum í íbúðinni sem skapa skemmtilega safarístemningu og Steinunn hefur skrifað niður nokkra af sínum uppáhaldshlutum á lítinn miða sem hún fer yfir á meðan hún röltir um íbúðina og tekur til við að segja frá sínum uppáhaldshlutum og uppáhaldsstað. Á miðju stofugólfinu er stór hringlaga rauð motta. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn. Hér er hægt að gera jógaæfingar á morgnana og ýmislegt,“ segir hún og bætir við að mottan sé einnig vinsæl í partíum. „Ég held mig stundum á mottunni.“ „Á útgáfutónleikunum mínum bað ég alla um að mæta með heimagerða fiska. Einn gaurinn kom með þennan fisk og hann fékk verðlaun. Mér fannst hans svo geðveikt flottur. Þetta er pomeranian-fiskur og ég elska pomeranian-hunda,“ segir Steinunn og tekur skýrt fram að fiskurinn sé hennar allra mesti uppáhaldshlutur. Barinn er smíðaður af listamanninum Helga Þórssyni og stendur í stofunni. „Stundum erum við með reykvél hjá honum og þá kemur eins og vitaljós úr toppnum á honum.“Brúnn handsmíðaður hundur geymir vítamín húsráðenda en hann keypti Steinunn í Kolaportinu. „Hann er svo skemmtilegur á svipinn og geymir alltaf vítamínin. Konan sem seldi mér hann stakk upp á að það væri hægt að geyma síróp eða vítamín í honum.“„Ég fékk gítarinn í jólagjöf frá Þráni vini mínum og ég tek hann alltaf með mér hvert sem ég fer af því að ef það er einhvers staðar ekki gaman að vera eða einhver er ekki í góðu skapi þá er fólk komið í gott skap eftir svona tvær mínútur þegar maður spilar á hann,“ segir Steinunn á meðan hún spilar nokkra vel valda tóna.
Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira