Enski boltinn

Hreinsanir hjá QPR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joey Barton lék sinn síðasta leik með QPR í 5-1 tapinu fyrir Leicester í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Joey Barton lék sinn síðasta leik með QPR í 5-1 tapinu fyrir Leicester í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. vísir/getty
Rio Ferdinand og Joey Barton eru meðal sex leikmanna sem hafa verið látnir fara frá QPR sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Samningar Richard Dunne, Shaun Wright-Philipps, Bobby Zamora og Brian Murphy verða heldur ekki endurnýjaðir en þeir renna út í lok júní. Allir þessir sex leikmenn eru 32 ára eða eldri og því er ljóst að QPR ætlar að endurnýja lið sitt og lækka launakostnaðinn í leiðinni.

Clint Hill og Alejandro Faurlin verða hins vegar boðnir nýjir samningar og þá stendur Karl Henry til boða að vera áfram hjá félaginu.

QPR hafnaði í 20. og neðsta sæti ensku úrvalsdeildinni og féll aftur niður í B-deild eftir eins árs dvöl í deild þeirra bestu.

Á dögunum var gengið frá því að Chris Ramsey verði knattspyrnustjóri liðsins næstu þrjú árin.


Tengdar fréttir

Partí í Leicester

Það var mikið um að fjör í nýliðaslagnum milli Leicester og QPR, en Leicester vann öruggan sigur 5-1. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Markasúpa City felldi QPR | Sjáðu mörkin

Manchester City rúllaði yfir QPR og felldi þá um leið úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 6-0 sigur City, en Aguero skoraði meðal annars þrennu.

Rio: Einn erfiðasti tími í mínu lífi

Rio Ferdinand, varnarmaður QPR, er undrandi á þeim stuðningi sem hann og fjölskylda hans hefur fengið eftir að tilkynnt var að kona hans, Rebececa Ellison, lést eftir baráttu við krabbamein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×