Enski boltinn

Barton: Fallið er ekki Taarabt, Traore, Zarate, Isla og Vargas að kenna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Joey Barton svarar oftast fyrir sig á Twitter.
Joey Barton svarar oftast fyrir sig á Twitter. vísir/getty
QPR er fallið úr ensku úrvalsdeildinni, en liðið tapaði 6-0 fyrir Manchester City um helgina.

Joey Barton, miðjumaður liðsins, kenndi nokkrum rotnum eplum um gengi liðsins í vetur. Hann sagði suma leikmenn QPR ekki hafa lagt sig alla fram við að halda liðinu uppi.

Breskir miðlar héldu því fram í gær að Barton væri að tala um þá Adel Taarabt, Armand Traore, Mauro Zarate,  Maurucio Isla og Eduardo Vargas.

Barton nefndi engin nöfn en ensku blöðin ákváðu að nefna þessa fimm til sögunnar engu að síður og vitna í heimildamenn sína.

Barton gerði það sem hann gerir alltaf og svaraði á Twitter. Hann var þó rólegur að þessu sinni og skrifaði einfaldlega að enginn af þessum fimm væru ástæðan fyrir því að QPR spilar í B-deildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×