Enski boltinn

Rio: Einn erfiðasti tími í mínu lífi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rio í úlpu QPR.
Rio í úlpu QPR. vísir/getty
Rio Ferdinand, varnarmaður QPR, er undrandi á þeim stuðningi sem hann og fjölskylda hans hefur fengið eftir að tilkynnt var að kona hans, Rebececa Ellison, lést eftir baráttu við krabbamein.

Parið gifti sig sumarið 2009, nánar tiltekið í ágúst, en þau giftu sig á eyju í karabíska hafinu þar sem knattspyrnumaðurinn leigði undir sig Peter eyjuna til þess að halda brúðkaupið.

„Þetta hefur verið einn erfiðasti tími í mínu lífi. Að stjórna tilfinningum börnum okkar þremur og að sjá á eftir eins frábærri konu og Rebeccu án þess að geta gert neitt í því,” sagði Ferdinand í Sun.

Sjá einnig: Eiginkona Rio látin

Fyrrum félög Ferdinand, West Ham og Manchester United auk Liverpool heiðruðu minningu Rebeccu og segir Rio að það muni skipta miklu máli fyrir börn þeirra í framtíðinni.

„Daginn sem það var tilkynnt að Rebekka hafði dáið, fengum við magnaðan stuðning. Börnin sáu þetta allt og sögðu við mig: „Sérðu pabbi, hefur þú séð hvað þau er að gera fyrir mömmu?” Þetta eru frábærar minningar fyrir þau.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×