Nýtt lag og myndband: Páll Óskar syngur burt myrkrið og hatrið Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2015 10:48 "Líttu upp í ljós, þá stendur þú með skuggann í bakið,“ syngur Páll Óskar í nýja laginu. Söngvarinn síkáti Páll Óskar Hjálmtýsson hefur sent frá sér myndband við lagið Líttu upp í ljós sem er glænýtt af nálinni. Á Facebook-síðu söngvarans segir að lagið sé það fyrsta sem Páll Óskar gefur út í samvinnu við Jakob Reyni Jakobsson og Bjarka Hallbergsson, sem mynda tónlistarteymið DUSK. „Þeir félagar hafa unnið að tónlist saman í þónokkurn tíma, og núna fyrst fær þjóðin að heyra fyrsta lagið af mörgum sem eru í vinnslu. „Líttu upp í ljós" er danslag af stærri gerðinni sem lætur hlustendur hoppa á staðnum, svitna duglega og missa nokkur kíló í leiðinni. Monika Abendroth hörpuleikari leiðir okkur inn í stuðið og út aftur,“ segir á síðunni. Þær Íris Hólm og Erna Hrönn sjá um bakraddir í laginu. Myndbandið, lagið og texta þess má nálgast hér að neðan. Kominn útúr mesta myrkrinu Vann mig útúr eigin sjálfheldu En ef að út af ber Og ef ég byrja að barma mér Þá minni ég mig á það sem hún mamma sagði mér Líttu upp í ljós þá stendur þú með skuggann í bakið líttu upp í ljós sem tekur burtu myrkrið og hatrið Líttu upp í ljós jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið Líttu upp í ljós Ég mæli með því, en þú hefur valið Komst í gegnum böns af bömmerum tæmdi gamalt dót af lagernum En ef ég læðist inn á gamla svarta staðinn minn þá minni ég mig á það sem hún mamma sagði eitt sinn Líttu upp í ljós þá stendur þú með skuggann í bakið líttu upp í ljós sem tekur burtu myrkrið og hatrið Líttu upp í ljós jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið Líttu upp í ljós Ég mæli með því, en þú hefur valið Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvarinn síkáti Páll Óskar Hjálmtýsson hefur sent frá sér myndband við lagið Líttu upp í ljós sem er glænýtt af nálinni. Á Facebook-síðu söngvarans segir að lagið sé það fyrsta sem Páll Óskar gefur út í samvinnu við Jakob Reyni Jakobsson og Bjarka Hallbergsson, sem mynda tónlistarteymið DUSK. „Þeir félagar hafa unnið að tónlist saman í þónokkurn tíma, og núna fyrst fær þjóðin að heyra fyrsta lagið af mörgum sem eru í vinnslu. „Líttu upp í ljós" er danslag af stærri gerðinni sem lætur hlustendur hoppa á staðnum, svitna duglega og missa nokkur kíló í leiðinni. Monika Abendroth hörpuleikari leiðir okkur inn í stuðið og út aftur,“ segir á síðunni. Þær Íris Hólm og Erna Hrönn sjá um bakraddir í laginu. Myndbandið, lagið og texta þess má nálgast hér að neðan. Kominn útúr mesta myrkrinu Vann mig útúr eigin sjálfheldu En ef að út af ber Og ef ég byrja að barma mér Þá minni ég mig á það sem hún mamma sagði mér Líttu upp í ljós þá stendur þú með skuggann í bakið líttu upp í ljós sem tekur burtu myrkrið og hatrið Líttu upp í ljós jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið Líttu upp í ljós Ég mæli með því, en þú hefur valið Komst í gegnum böns af bömmerum tæmdi gamalt dót af lagernum En ef ég læðist inn á gamla svarta staðinn minn þá minni ég mig á það sem hún mamma sagði eitt sinn Líttu upp í ljós þá stendur þú með skuggann í bakið líttu upp í ljós sem tekur burtu myrkrið og hatrið Líttu upp í ljós jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið Líttu upp í ljós Ég mæli með því, en þú hefur valið
Tónlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira