Stúlka með fugl og síðasta veggklæðið Magnús Guðmundsson skrifar 22. mars 2015 13:00 Síðasta veggklæði Ásgerðar er frá 2001. Ásgerður Ester Búadóttir fæddist í Borgarnesi 4. desember 1920 en ólst upp í Reykjavík. Hún hóf nám í Handíða- og myndlistarskólanum árið 1942 og stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árin 1946-49 og lagði einkum stund á málaralist. Á námsárunum kynntist hún þó einnig listvefnaði og þá kviknaði áhugi hennar á því listformi. Eftir námið flutti hún með sér vefstól heim og fór að vinna með listvefnað sem hefur haldið nafni hennar á lofti allar götur síðan, en Ásgerður var án efa markverðasti veflistamaður þjóðarinnar á 20. öld. Árið 1956 vann hún til gullverðlauna á alþjóðlegu lista- og handverkssýningunni í München fyrir veggklæðið Stúlka með fugl. Verðlaunin gáfu henni byr í seglin og í kjölfarið hélt hún fyrstu sýningarnar á verkum sínum. Elínbjört Jónsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar í Gallerí Fold. „Við erum að sýna fimm burðarverk frá ferli Ásgerðar, það elsta frá 1965 og svo einnig það yngsta frá 2001. Samhliða sýnum við einnig sýnishorn af skissum og vef á þekktum verkum svo að fólk geti fengið hugmynd um heildina og sýn á vinnuferli listamannsins.“ Verk Ásgerðar má finna á söfnum hérlendis, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum, auk þess sem þau prýða ýmsar opinberar stofnanir. Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ásgerður Ester Búadóttir fæddist í Borgarnesi 4. desember 1920 en ólst upp í Reykjavík. Hún hóf nám í Handíða- og myndlistarskólanum árið 1942 og stundaði framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árin 1946-49 og lagði einkum stund á málaralist. Á námsárunum kynntist hún þó einnig listvefnaði og þá kviknaði áhugi hennar á því listformi. Eftir námið flutti hún með sér vefstól heim og fór að vinna með listvefnað sem hefur haldið nafni hennar á lofti allar götur síðan, en Ásgerður var án efa markverðasti veflistamaður þjóðarinnar á 20. öld. Árið 1956 vann hún til gullverðlauna á alþjóðlegu lista- og handverkssýningunni í München fyrir veggklæðið Stúlka með fugl. Verðlaunin gáfu henni byr í seglin og í kjölfarið hélt hún fyrstu sýningarnar á verkum sínum. Elínbjört Jónsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar í Gallerí Fold. „Við erum að sýna fimm burðarverk frá ferli Ásgerðar, það elsta frá 1965 og svo einnig það yngsta frá 2001. Samhliða sýnum við einnig sýnishorn af skissum og vef á þekktum verkum svo að fólk geti fengið hugmynd um heildina og sýn á vinnuferli listamannsins.“ Verk Ásgerðar má finna á söfnum hérlendis, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum, auk þess sem þau prýða ýmsar opinberar stofnanir.
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira