Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Svavar Hávarðsson skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Þessi mynd er nokkuð táknræn fyrir stöðuna hjá þeim bátum sem ætluðu á makrílveiðar. vísir/arnþór Örn Pálsson sjávarútvegur Afleiðingar viðskiptabanns Rússlands á vörur frá Íslandi og ekki síst á atvinnu og tekjur sjómanna og landverkafólks, geta orðið gríðarlegar ef allt fer á versta veg. Þótt aðeins sé horft til smábátaútgerðarinnar sem hefur stundað makrílveiðar má ljóst vera að hátt í 300 manns missa spón úr aski sínum þó ekki liggi fyrir hversu skaðinn verður mikill fyrir hvern og einn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, metur stöðuna svo nú að ekki færri en 140 sjómenn og 100 manns í vinnslu, þjónustu og afleiddum störfum tapi vinnu og tekjum vegna viðskiptabannsins að óbreyttu. „Á þessari stundu í fyrra voru um 100 bátar á makríl sem svarar til 200 sjómanna. Þeir voru að landa á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og Hólmavík. Þar beið þeirra öflugur mannskapur sem tók á móti. Á sama tíma í fyrra höfðu smábátar fiskað 4.000 tonn og aflaverðmætið var um 340 milljónir.“ Alls hafa 33 bátar landað makríl það sem af er yfirstandandi vertíð og aflinn er aðeins 870 tonn. Aflaverðmætið er um 40 milljónir. Örn segir að 66 sjómenn séu við störf á bátunum og mikill doði sé yfir öllu. Aflanum hefur að mestu verið landað á Rifi, í Ólafsvík, Sandgerði, Grindavík og Keflavík. „Verð nú er um helmingi lægra en það var í fyrra. Aflaverðmæti 40 milljónir á móti 340 milljónum. Þá skal tekið fram að helmingur bátanna sem nú eru á veiðum hefur engin loforð um verð og hjá hluta þeirra er veitt upp á von og óvon að hægt verði að selja aflann,“ segir Örn sem bætir við að þegar þessi orð eru skrifuð megi áætla að um 20 bátar séu á veiðum. „En nota bene – sjómenn á tugum báta bíða í startholunum og vona að ástandið lagist,“ segir Örn. „Í upphafi vertíðar gerðu áætlanir smábátaútgerðarinnar ráð fyrir því að veiða um 7.000 tonn, svo sá afli sem nú er kominn á land er um tíundi hluti þess sem aflað var í fyrra – á sama tíma hefur aldrei verið eins mikill makríll innan íslensku landhelginnar og í því ljósi er óvissuástandið enn bagalegra,“ segir Örn. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Örn Pálsson sjávarútvegur Afleiðingar viðskiptabanns Rússlands á vörur frá Íslandi og ekki síst á atvinnu og tekjur sjómanna og landverkafólks, geta orðið gríðarlegar ef allt fer á versta veg. Þótt aðeins sé horft til smábátaútgerðarinnar sem hefur stundað makrílveiðar má ljóst vera að hátt í 300 manns missa spón úr aski sínum þó ekki liggi fyrir hversu skaðinn verður mikill fyrir hvern og einn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, metur stöðuna svo nú að ekki færri en 140 sjómenn og 100 manns í vinnslu, þjónustu og afleiddum störfum tapi vinnu og tekjum vegna viðskiptabannsins að óbreyttu. „Á þessari stundu í fyrra voru um 100 bátar á makríl sem svarar til 200 sjómanna. Þeir voru að landa á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og Hólmavík. Þar beið þeirra öflugur mannskapur sem tók á móti. Á sama tíma í fyrra höfðu smábátar fiskað 4.000 tonn og aflaverðmætið var um 340 milljónir.“ Alls hafa 33 bátar landað makríl það sem af er yfirstandandi vertíð og aflinn er aðeins 870 tonn. Aflaverðmætið er um 40 milljónir. Örn segir að 66 sjómenn séu við störf á bátunum og mikill doði sé yfir öllu. Aflanum hefur að mestu verið landað á Rifi, í Ólafsvík, Sandgerði, Grindavík og Keflavík. „Verð nú er um helmingi lægra en það var í fyrra. Aflaverðmæti 40 milljónir á móti 340 milljónum. Þá skal tekið fram að helmingur bátanna sem nú eru á veiðum hefur engin loforð um verð og hjá hluta þeirra er veitt upp á von og óvon að hægt verði að selja aflann,“ segir Örn sem bætir við að þegar þessi orð eru skrifuð megi áætla að um 20 bátar séu á veiðum. „En nota bene – sjómenn á tugum báta bíða í startholunum og vona að ástandið lagist,“ segir Örn. „Í upphafi vertíðar gerðu áætlanir smábátaútgerðarinnar ráð fyrir því að veiða um 7.000 tonn, svo sá afli sem nú er kominn á land er um tíundi hluti þess sem aflað var í fyrra – á sama tíma hefur aldrei verið eins mikill makríll innan íslensku landhelginnar og í því ljósi er óvissuástandið enn bagalegra,“ segir Örn.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira