Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa minnkað um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Nordicphotos/AFP Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira