Reykingar eru orðnar jafn sjaldgæfar og kannabisneysla Sveinn Arnarsson skrifar 22. ágúst 2015 07:00 Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa minnkað um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Nordicphotos/AFP Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Reykingar íslenskra 10. bekkinga hafa dregist saman um 75 prósent á síðustu tveimur áratugum. Reykingar í þessum aldurshópi eru nú jafn sjaldgæfar og kannabisneysla. Árið 1995 sagðist fimmtungur 10. bekkinga reykja að staðaldri en sá hópur er nú aðeins um fimm prósent af heildinni. „Ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ársæll Már Arnarsson, prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri, en þær koma fram í könnunum á vegum ESPAD (European school survey project on alcohol and other drugs) sem vísindamenn við Háskólann á Akureyri halda utan um hér á landi. Könnunin hefur verið lögð fyrir íslensk 15 ára ungmenni á fjögurra ára fresti frá árinu 1995. Einnig kemur fram að áfengisdrykkja íslenskra grunnskólabarna hefur minnkað mjög. Fyrir 20 árum hafði yfir helmingur skólabarna drukkið áfengi síðustu þrjátíu dagana áður en rannsóknin var lögð fyrir. Sá hópur er nú innan við tíu prósent af heildinni. „Rannsóknir sýna að því seinna sem byrjað er að reykja því meiri líkur eru á að einstaklingurinn byrji aldrei að reykja. Einnig hefur komið fram að því fyrr á ævinni sem byrjað er að neyta áfengis eða annarra vímuefna því meiri skaði fyrir einstaklinginn og samfélagið,“ segja Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingar hjá Embætti landlæknis. Ársæll Már segir fjölmarga þætti liggja að baki þróuninni, svo sem almenn viðhorfsbreyting í samfélaginu og aukið samstarf foreldra og skóla. Mikilvægt sé að halda áfram því góða forvarna- og heilsueflingarstarfi sem eigi sér stað í grunn- og framhaldsskólum landsins.“ Ársæll segir sama árangur ekki hafa náðst við að minnka kannabisneyslu og telur að önnur meðul þurfi þar. Kannabisnotkun íslenskra unglinga sé með því minnsta sem gerist í heiminum, en hafi ekki minnkað til jafns við reykingar og áfengisneyslu.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira