Lokamynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár verða fyrstu tveir þættirnir af Ófærð, þáttaröð Baltasars Kormáks og Reykjavík Studios. Þættirnir verða sýndir í einni heild í Egilshöll sunnudaginn 4. október klukkan 18.00.
Þáttaröðin Ófærð fjallar um lögreglustjórann Andra sem býr ásamt dætrum sínum á heimili tengdaforeldra sinna úti á landi. Eiginkona hans hefur yfirgefið hann og tekið saman við annan mann og er líf fjölskyldunnar í millibilsástandi.
RIFF hefst þann 24. september næstkomandi og nánari dagskrá má nálgast á Riff.is.
Ófærð sýnd á RIFF
